Körfubolti

Stjarnan með dýrasta lið sögunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Anton
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var hundfúll eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's-deildar karla í kvöld. Bæði með dómgæsluna og sína menn.

"Við gáfum allt í þetta en vorum samt sjálfum okkur verstir. Við erum að spila á móti dýrasta liði Íslandssögunnar. Þeir eru með gæðammenn í öllum stöðum og þar af fjóra frábæra erlenda leikmenn sem klikka vart skoti í fyrri hálfleik.

"Við gerum rosalega mikð af varnarmistökum og skiljum þá eftir ítrekað. Við gerðum okkur erfitt fyrir en þeir voru líka að negla niður fáranlega erfiðum skotum," sagði Ingi Þór en hann var mjög ósáttur við hversu mikið hans lið gefur alltaf eftir í öðrum leikhluta.

Þó svo Snæfell hafi saknað Jay Threatt sagði Ingi að það væri engin afsökun.

"Aðrir leikmenn eru ekki að stíga nægjanlega upp. Sóknarleikurinn okkar var stirður og þeir fengu allt of mikið af hraðaupphlaupum," sagði Ingi en á hans lið möguleika í Ásgarði?

"Við erum að fara í Garðabæinn til þess að jafna. Jay Threatt verður líka með í þeim leik. Það verður svo fimmti leikur einhvern tímann síðar," sagði Ingi sem var líka ósáttur við dómgæsluna.

"Mér fannst þeir vera slakir en þeir voru ekki slakari en við."


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Stjarnan 79-93

Stjarnan er komin með 2-1 forskot í rimmunni gegn Snæfelli í undanúrslitum Dominos-deildar karla. Stjörnumenn sóttu nauðsynlegan sigur í Fjárhúsið í kvöld og geta klárað rimmuna á heimavelli sínum á föstudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×