Saleen mældur 2.200 hestöfl á DYNO mæli Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2013 09:15 Flestir bílar eru á bilinu 100 til 200 hestöfl, en sumir bílar búa að talsvert meira afli. Þessi Saleen S7 bíll er einn þeirra og til að staðfesta raunverulegt afl hans er fátt annað að gera en að skella honum á DYNO mæli og fá úr því skorið. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er hann við það að eyðileggja DYNO mælinn með sínu ógnarafli og ekki veitir af öllum þeim ströppum sem halda bílnum á sínum stað, en þrátt fyrir þau dansar hann á mælinum. Mælingin leiðir í ljós að hann skilar 2.200 hestöflum til afturhjólanna. Þessi Saleen S7 bíll hefur fengið einhverja sérmeðferð hjá hinum bandaríska Saleen bílasmið, en venjulegur Saleen S7 býr að 750 hestöflum og hefur hámarkshraða uppá 399 km/klst. Hver ætli hámarkshraði þessa bíls sé þá? Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið
Flestir bílar eru á bilinu 100 til 200 hestöfl, en sumir bílar búa að talsvert meira afli. Þessi Saleen S7 bíll er einn þeirra og til að staðfesta raunverulegt afl hans er fátt annað að gera en að skella honum á DYNO mæli og fá úr því skorið. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er hann við það að eyðileggja DYNO mælinn með sínu ógnarafli og ekki veitir af öllum þeim ströppum sem halda bílnum á sínum stað, en þrátt fyrir þau dansar hann á mælinum. Mælingin leiðir í ljós að hann skilar 2.200 hestöflum til afturhjólanna. Þessi Saleen S7 bíll hefur fengið einhverja sérmeðferð hjá hinum bandaríska Saleen bílasmið, en venjulegur Saleen S7 býr að 750 hestöflum og hefur hámarkshraða uppá 399 km/klst. Hver ætli hámarkshraði þessa bíls sé þá?
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið