Bíó og sjónvarp

Will Smith spáir í framhaldið

Leikarinn er að íhuga að leika í Independence Day 2.
Leikarinn er að íhuga að leika í Independence Day 2. Nordicphotos/getty
Will Smith er að íhuga að leika í framhaldi Independence Day.

„Stundum segi ég „nei“, Will Smith er ekki að fara að leika í henni vegna þess að fyrsti vildi hann það ekki,“ sagði leikstjórinn Roland Emmerich. „Núna höfum við skipulagt fund. Við viljum ræða málin á nýjan leik. Það getur allt gerst.“

Ekki er langt síðan Emmerich sagði að Smith væri of dýr fyrir myndina en núna er komið annað hljóð í strokkinn.

Bill Pullman, sem lék forseta Bandaríkjanna í fyrri myndinni, og Jeff Goldblum hafa báðir samþykkt að leika í framhaldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.