Sumarrúllur að hætti Helgu Gabríelu 17. september 2013 08:45 Helga Gabríela heldur úti dásamlegu matarbloggi á Vísi á slóðinni visir.is/helgagabriela. MYNDIR/HELGA GABRÍELA Hér er uppskrift af sumarrúllum sem ég útbjó og geri mjög oft. Ég fékk hugmyndina eftir að hafa farið nokkuð oft á PHO, sem er Víetnamskur veitingastaður í Ármúla. Þar fæ ég góðar sumarrúllur. Út frá því fór ég að fikra mig áfram með uppskriftina og byrjaði að útbúa sjálf heima. Þessi réttur er tilvalinn að gera með fjölskyldu eða vinum, rétt eins og sushi. Þá er upplagt að vera búin að undirbúa hráefnið þ.e. að skera niður grænmetið, útbúa sósurnar og sjóða núðlurnar. Það sem ég set inn í rúllurnar er einfaldlega það sem er í ísskápnum að hverju sinni. Uppskriftin inniheldur það sem ég á oftast og nota mest en það er um að gera að bryta til og prófa sig áfram. Réttinn er einfalt að útbúa og mjög fljótlegt þegar þú kemst uppá lagið. Leyndarmál Ég ætla segja ykkur frá smá leyndarmáli. Það er „Chiu Chow“ chili olían sem fæst í Víetnam Market á Suðurlandsbraut. Ég kynntist þessari dásemd þegar við mamma fórum í mat til vínkonu mömmu. Hún átti nokkuð margar krukkur af olíunni og nú ég skil af hverju „Chiu Chow“ olían er nánast góð með öllu eins og pasta, pizzu, salati og meira að segja ofan á ristabrauð. Ég hef mjög gaman af asískri matagert og kíki því oft í Víetnam Market. En „Chiu Chow“ er sjaldan til en ef ég rekst á hana þá hamstra ég og kaupi ég margar krukkur rétt eins og mamma og vinkona hennar. Hráefni Hrísgrjónatortillur (rice paper sheets) Vermicelli núðlur Risarækja, kjúklingur (ef vill) Lárpera, skorin í strimla Ferskt kóríander Kálblöð Gulrætur, skornar í strimla Gúrka, skorinn í strimla Límóna Hnetusósa 1/4 bolli gróft hnetusmjör 1 mtsk Kewpie japanskt majónes (fæst í Hagkaup) Safi úr 1 límónu 1 tsk Hlynsýróp, eða Agave 3 tsk Tamari 1 tsk hvítlauksmauk 3 dropar af Sesame oil (ekki nauðsynleg) 1-3 tsk Chiu Chow chili oil (fæst í Víetnam Market, Suðurlandsbraut) Tamari chilli dressing 1 rautt chili (fræin tekin úr) fín saxað 1 tsk Hlynsýróp 1/2 mtsk röspuð engiferrót 2 mtsk Tamari sósa Safi úr 2 límónum Fínsaxaður ferskur kóríander og fersk mynta Aðferð 1. Byrjið á að skera grænmetið, kjúklinginn og kryddjurtirnar og raðið öllu hráefninu á disk. 2. Blandið saman í sitthvora skálin hráefni fyrir hnetusósuna og Tamari ídýfinu og geymið í kæli - Það er ekki nauðsynlegt að útbúa báðar sósurnar, en mín reynsla er að það er gott að setja hnetusósuna inní rúlluna og dýfa þeim í Tamari chilli sósuna. 3. Sjóðið vermicelli núðlurnar 2-3 min - stendur væntanlega á umbúðunum (varist að sjóða núðlurnar of lengi, því þá verða þær klístraðar). 4. Hitið pönnu með köldu vatni og látið sjóða - leggið hrísgrjónatortilluna út í. Finnið hana mýkjast og takið upp úr þegar hún er orðin alveg mjúk (tekur u.þ.b. 30-40 sek). Leggið hana á disk með hreinu viskustykki til að koma í veg fyrir að hún festist. 5. Raðið hráefninu á hrísgrjónatortilluna. Athugið að það sem þið látið fyrst, sést best. Ég sáldra oft svörtum sesamfræjum yfir hana fyrst, síðan einhverju litríku. Það er alveg einstaklega gott að kreista límónu yfir og rúlla hrísgrjónatortilluna saman. Passið að hlaða ekki of miklu á rúlluna. Njótið!Helga Gabríela á Visihttp://www.helga-gabriela.com Helga Gabríela Uppskriftir Vefjur Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Hér er uppskrift af sumarrúllum sem ég útbjó og geri mjög oft. Ég fékk hugmyndina eftir að hafa farið nokkuð oft á PHO, sem er Víetnamskur veitingastaður í Ármúla. Þar fæ ég góðar sumarrúllur. Út frá því fór ég að fikra mig áfram með uppskriftina og byrjaði að útbúa sjálf heima. Þessi réttur er tilvalinn að gera með fjölskyldu eða vinum, rétt eins og sushi. Þá er upplagt að vera búin að undirbúa hráefnið þ.e. að skera niður grænmetið, útbúa sósurnar og sjóða núðlurnar. Það sem ég set inn í rúllurnar er einfaldlega það sem er í ísskápnum að hverju sinni. Uppskriftin inniheldur það sem ég á oftast og nota mest en það er um að gera að bryta til og prófa sig áfram. Réttinn er einfalt að útbúa og mjög fljótlegt þegar þú kemst uppá lagið. Leyndarmál Ég ætla segja ykkur frá smá leyndarmáli. Það er „Chiu Chow“ chili olían sem fæst í Víetnam Market á Suðurlandsbraut. Ég kynntist þessari dásemd þegar við mamma fórum í mat til vínkonu mömmu. Hún átti nokkuð margar krukkur af olíunni og nú ég skil af hverju „Chiu Chow“ olían er nánast góð með öllu eins og pasta, pizzu, salati og meira að segja ofan á ristabrauð. Ég hef mjög gaman af asískri matagert og kíki því oft í Víetnam Market. En „Chiu Chow“ er sjaldan til en ef ég rekst á hana þá hamstra ég og kaupi ég margar krukkur rétt eins og mamma og vinkona hennar. Hráefni Hrísgrjónatortillur (rice paper sheets) Vermicelli núðlur Risarækja, kjúklingur (ef vill) Lárpera, skorin í strimla Ferskt kóríander Kálblöð Gulrætur, skornar í strimla Gúrka, skorinn í strimla Límóna Hnetusósa 1/4 bolli gróft hnetusmjör 1 mtsk Kewpie japanskt majónes (fæst í Hagkaup) Safi úr 1 límónu 1 tsk Hlynsýróp, eða Agave 3 tsk Tamari 1 tsk hvítlauksmauk 3 dropar af Sesame oil (ekki nauðsynleg) 1-3 tsk Chiu Chow chili oil (fæst í Víetnam Market, Suðurlandsbraut) Tamari chilli dressing 1 rautt chili (fræin tekin úr) fín saxað 1 tsk Hlynsýróp 1/2 mtsk röspuð engiferrót 2 mtsk Tamari sósa Safi úr 2 límónum Fínsaxaður ferskur kóríander og fersk mynta Aðferð 1. Byrjið á að skera grænmetið, kjúklinginn og kryddjurtirnar og raðið öllu hráefninu á disk. 2. Blandið saman í sitthvora skálin hráefni fyrir hnetusósuna og Tamari ídýfinu og geymið í kæli - Það er ekki nauðsynlegt að útbúa báðar sósurnar, en mín reynsla er að það er gott að setja hnetusósuna inní rúlluna og dýfa þeim í Tamari chilli sósuna. 3. Sjóðið vermicelli núðlurnar 2-3 min - stendur væntanlega á umbúðunum (varist að sjóða núðlurnar of lengi, því þá verða þær klístraðar). 4. Hitið pönnu með köldu vatni og látið sjóða - leggið hrísgrjónatortilluna út í. Finnið hana mýkjast og takið upp úr þegar hún er orðin alveg mjúk (tekur u.þ.b. 30-40 sek). Leggið hana á disk með hreinu viskustykki til að koma í veg fyrir að hún festist. 5. Raðið hráefninu á hrísgrjónatortilluna. Athugið að það sem þið látið fyrst, sést best. Ég sáldra oft svörtum sesamfræjum yfir hana fyrst, síðan einhverju litríku. Það er alveg einstaklega gott að kreista límónu yfir og rúlla hrísgrjónatortilluna saman. Passið að hlaða ekki of miklu á rúlluna. Njótið!Helga Gabríela á Visihttp://www.helga-gabriela.com
Helga Gabríela Uppskriftir Vefjur Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið