Handbolti

Val og Stjörnunni spáð Íslandsmeistaratitlinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals.
Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. mynd / Daníel
Á blaðamannafundi HSÍ, sem haldinn var á Grand Hótel í dag, var spá formanna, þjálfara og fyrirliða deildanna fyrir tímabilið 2013-2014 í handknattleik kynnt.

Valsmönnum er spáð Íslandsmeistaratitlinum en Ólafur Stefánsson, tók við liðinu í vor. Ólafur hefur fengið góða menn til liðs við Val og er hópurinn orðin gríðarlega sterkur.

Stjörnunni er spáð Íslandsmeistaratitlinum í kvennaflokki en liðið komst í úrslitaeinvígið gegn Fram á síðustu leiktíð og tapaði þar í oddaleik.

Olís-deild karla 2013-2014

1. Valur – 217 stig

2. FH – 208 stig

3. Haukar – 207 stig

4. ÍR – 168 stig

5. ÍBV – 148 stig

6. Akureyri 125 stig

7. Fram – 89 stig

8. HK – 86 stig.

Olís-deild kvenna 2013-2014

1. Stjarnan – 421 stig

2. Valur – 399 stig

3. Fram – 354 stig

4. ÍBV – 314 stig

5. Grótta – 283 stig

6. Haukar 237 stig

7. HK 227 stig

8. FH 190 stig

9. Fylkir 143 stig

10. Selfoss 109 stig

11. Afturelding 77 stig

12. KA/Þór 54 stig

1. deild karla 2013–2014

1. Afturelding 351 stig

2. Stjarnan 324 stig

3. Selfoss 266 stig

4. Víkingur 263 stig

5. Grótta 262 stig

6. KR 155 stig

7. Þróttur 149 stig

8. ÍH 132 stig

9. Fjölnir 111 stig

10. Hamrarnir 108 stig

11. Fylkir 57 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×