Ætlar Volvo að storka BMW 7 og Audi A8? Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2013 15:45 Volvo Concept Coupe bíllinn fallegi í Frankfurt. Eitt af útspilum Volvo á bílasýningunni í Frankfürt er þessi gullfallegi hugmyndabíll Volvo Concept Coupe. Hvað Volvo ætlar með þessum bíl er hinsvegar áleitin spurning. Sumir vilja meina að Volvo, sem flokkast sem lúxusbílaframleiðandi, ætli ekki lengur að leyfa BMW og Audi að eiga markaðinn fyrir stærri lúxúsbíla sem ekki kosta hvítuna úr augunum, heldur ætli að tefla fram bíl á næstunni sem keppa muni við Audi A8 og BMW 7-línuna. Eigandi Volvo er kínverski bílaframleiðandinn Geely og þar á bæ virðist vera áhugi til slíks þó svo að stefna hins nýlega fráfarandi forstjóra Volvo hafi verið að smíða ekki bíl í þessum flokki, heldur halda sig við minni og ódýrari fjöldasölubíla. Volvo áformar að koma fyrst fram með lengdan S80 bíl hlaðnan lúxus, en það virðist ekki ætla að duga til að uppfylla drauma stjórnarmanna í Geely og í stefnir að framleiddur verði bíll undir nafninu S100 og hann gæti hæglega verið þessi bíll sem hér sést. Það er Thomas Ingenlath sem teiknaði þennan hugmyndabíl og Geely menn eru afar ánægðir með hönnun hans og ætla örugglega ekki að setja þennan bíl uppí hillu sem skraut. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Eitt af útspilum Volvo á bílasýningunni í Frankfürt er þessi gullfallegi hugmyndabíll Volvo Concept Coupe. Hvað Volvo ætlar með þessum bíl er hinsvegar áleitin spurning. Sumir vilja meina að Volvo, sem flokkast sem lúxusbílaframleiðandi, ætli ekki lengur að leyfa BMW og Audi að eiga markaðinn fyrir stærri lúxúsbíla sem ekki kosta hvítuna úr augunum, heldur ætli að tefla fram bíl á næstunni sem keppa muni við Audi A8 og BMW 7-línuna. Eigandi Volvo er kínverski bílaframleiðandinn Geely og þar á bæ virðist vera áhugi til slíks þó svo að stefna hins nýlega fráfarandi forstjóra Volvo hafi verið að smíða ekki bíl í þessum flokki, heldur halda sig við minni og ódýrari fjöldasölubíla. Volvo áformar að koma fyrst fram með lengdan S80 bíl hlaðnan lúxus, en það virðist ekki ætla að duga til að uppfylla drauma stjórnarmanna í Geely og í stefnir að framleiddur verði bíll undir nafninu S100 og hann gæti hæglega verið þessi bíll sem hér sést. Það er Thomas Ingenlath sem teiknaði þennan hugmyndabíl og Geely menn eru afar ánægðir með hönnun hans og ætla örugglega ekki að setja þennan bíl uppí hillu sem skraut.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent