"Vildi að ég gæti stoppað allar stelpur á Íslandi sem ætla að fá sér silikon" Ellý Ármanns skrifar 11. júní 2013 11:30 Fyrirsætan Ornella Thelmudóttir hefur búið í New York í 3 ár þar sem hún leggur stund á leiklist. Hún hefur nám í Julliard leiklistarskólanum í haust. Við ræddum við Ornellu um leiklistina og silikonpúðana sem hún lét fjarlægja. Elskar að skrifa og leika „Ég er búin að læra leiklist og var að klára masterinn í öðrum leiklistarskóla hér í Manhattan en er að stefna á að vera sú allra besta leikkona sem ég get verið. Ég geri allt til þess að koma mér á rétta braut. Ég er hörku þrjósk og geri það sem ég ætla mér. Ég er búin að vera að leika í leikhúsum off Broadway sem er búð að vera alveg yndislegt. Ég hef lika tekið þátt í að skrifa handrit með leikstjórum fyrir leikhús hér en þar græðir maður smá pening líka sem er flott mál," segir Ornella greinilega ástríðufull í leiklistinni. „Ég elska að skrifa. Ég er að vinna að handriti sjálf en framhaldið kemur í ljós seinna. Við sjáum hvað kemur út úr því," bætir hún við. Ornella lét fjarlægja silikonpúðana úr brjóstunum og hvetur íslenskar stúlkur til að fá sér ekki gervi brjóst. Vill vera heilbrigð Þegar talið berst að því að hún er búin að láta fjarlægja silikon brjóstapúðana segir Ornella alvörugefin: „Með púðana sjáðu til. Ég er þessi manneskja sem vill vera heilbrigð. Ég elska lífið og fjölskylduna mína meira en allt annað. Ég hef lesið mig mikið til um brjóstapúða. Meira í dag en þegar ég fór í aðgerðina. Ég var ung og ég vil halda að ég sé það enn í dag." „En allavega þá vissi ég litið um þetta. Ég var ein af þessum sem var aldrei með brjóst en ég vildi alltaf vera með brjóst og vera kvenleg og finnast ég „sexí" og því ákvað ég að fá mér silikon en sjáðu til, núna í dag er ég að sjá allt þetta sexí kvenlega án þess að vera með gervi púða í brjóstunum mínum." Fékk verki í brjóstin „Ég er tekin alvarlega í vinnunni og fæ hlutverk í skólanum og í leikhúsum sem „stelpan" og „sexí konan" sem er eitthvað sem ég hefði ekki getað gert með útstandandi gervitúttur. Ég gat ekki legið a maganum. Ég gat ekki verið í kjól án þess að líta út eins og einhver dúkka. Ég fekk allskonar verki. Púðinn var byrjaður að færast og gefa frá sér silikon kúlur sem voru bara siglandi um undir húðinni minni. Ég meina þetta er bara vesen og hálf ógeðslegt að mínu mati. Lærir af mistökum „Risa brjóst klæða mig ekki en ég læri af mistökum og ég laga þau. Sum mistök skilja eftir sig ör en ég vil frekar lifa með ör heldur en að lifa með vandræði og óhamingju," segir Ornella. „Ég vildi að ég gæti stoppað allar stelpur á Íslandi sem ætla að fá sér silikon og segja við þær: „Þú þarft þetta ekki. Farðu frekar heim og gerðu eitthvað kósí." Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Fyrirsætan Ornella Thelmudóttir hefur búið í New York í 3 ár þar sem hún leggur stund á leiklist. Hún hefur nám í Julliard leiklistarskólanum í haust. Við ræddum við Ornellu um leiklistina og silikonpúðana sem hún lét fjarlægja. Elskar að skrifa og leika „Ég er búin að læra leiklist og var að klára masterinn í öðrum leiklistarskóla hér í Manhattan en er að stefna á að vera sú allra besta leikkona sem ég get verið. Ég geri allt til þess að koma mér á rétta braut. Ég er hörku þrjósk og geri það sem ég ætla mér. Ég er búin að vera að leika í leikhúsum off Broadway sem er búð að vera alveg yndislegt. Ég hef lika tekið þátt í að skrifa handrit með leikstjórum fyrir leikhús hér en þar græðir maður smá pening líka sem er flott mál," segir Ornella greinilega ástríðufull í leiklistinni. „Ég elska að skrifa. Ég er að vinna að handriti sjálf en framhaldið kemur í ljós seinna. Við sjáum hvað kemur út úr því," bætir hún við. Ornella lét fjarlægja silikonpúðana úr brjóstunum og hvetur íslenskar stúlkur til að fá sér ekki gervi brjóst. Vill vera heilbrigð Þegar talið berst að því að hún er búin að láta fjarlægja silikon brjóstapúðana segir Ornella alvörugefin: „Með púðana sjáðu til. Ég er þessi manneskja sem vill vera heilbrigð. Ég elska lífið og fjölskylduna mína meira en allt annað. Ég hef lesið mig mikið til um brjóstapúða. Meira í dag en þegar ég fór í aðgerðina. Ég var ung og ég vil halda að ég sé það enn í dag." „En allavega þá vissi ég litið um þetta. Ég var ein af þessum sem var aldrei með brjóst en ég vildi alltaf vera með brjóst og vera kvenleg og finnast ég „sexí" og því ákvað ég að fá mér silikon en sjáðu til, núna í dag er ég að sjá allt þetta sexí kvenlega án þess að vera með gervi púða í brjóstunum mínum." Fékk verki í brjóstin „Ég er tekin alvarlega í vinnunni og fæ hlutverk í skólanum og í leikhúsum sem „stelpan" og „sexí konan" sem er eitthvað sem ég hefði ekki getað gert með útstandandi gervitúttur. Ég gat ekki legið a maganum. Ég gat ekki verið í kjól án þess að líta út eins og einhver dúkka. Ég fekk allskonar verki. Púðinn var byrjaður að færast og gefa frá sér silikon kúlur sem voru bara siglandi um undir húðinni minni. Ég meina þetta er bara vesen og hálf ógeðslegt að mínu mati. Lærir af mistökum „Risa brjóst klæða mig ekki en ég læri af mistökum og ég laga þau. Sum mistök skilja eftir sig ör en ég vil frekar lifa með ör heldur en að lifa með vandræði og óhamingju," segir Ornella. „Ég vildi að ég gæti stoppað allar stelpur á Íslandi sem ætla að fá sér silikon og segja við þær: „Þú þarft þetta ekki. Farðu frekar heim og gerðu eitthvað kósí."
Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira