Loga og Lilju gert að grenna sig Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. júní 2013 14:33 Carrie Fisher (t.v.) er 56 ára og Mark Hamill er 61 árs. samsett mynd/getty Undirbúningur sjöundu Stjörnustríðsmyndarinnar stendur sem hæst og nú hafa stjörnur upprunalegu myndanna, þau Carrie Fisher og Mark Hamill, verið sendar í megrun. Tökur myndarinnar hefjast í upphafi næsta árs og þegar hefur verið tilkynnt að hin 56 ára gamla Fisher og hinn 61 árs gamli Hamill snúi aftur í hlutverkum sínum, sem og hinn sjötugi Harrison Ford. „Mark og Carrie þurfa að vera eins lík sjálfum sér fyrir þrjátíu árum og mögulegt er,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni. Eru fyrirtækin Disney og LucasFilm sögð setja umtalsverða fjármuni í næringarfræðinga og einkaþjálfara fyrir leikarana, en þeir fara sem fyrr með hlutverk Loga geimgengils og Lilju prinsessu. Harrison Ford hefur ekki verið sendur í sérstaka þjálfun og segir kvikmyndavefur Yahoo! að um ástæður þess sé ekki vitað. Annað hvort þurfi þess ekki eða þá að Disney hafi ekki fundið neinn nægilega hugrakkann til þess að takast á við hinn skapmikla Ford.Fisher og Hamill léku í Stjörnustríðsmyndunum á árunum 1977 til 1983. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Undirbúningur sjöundu Stjörnustríðsmyndarinnar stendur sem hæst og nú hafa stjörnur upprunalegu myndanna, þau Carrie Fisher og Mark Hamill, verið sendar í megrun. Tökur myndarinnar hefjast í upphafi næsta árs og þegar hefur verið tilkynnt að hin 56 ára gamla Fisher og hinn 61 árs gamli Hamill snúi aftur í hlutverkum sínum, sem og hinn sjötugi Harrison Ford. „Mark og Carrie þurfa að vera eins lík sjálfum sér fyrir þrjátíu árum og mögulegt er,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni. Eru fyrirtækin Disney og LucasFilm sögð setja umtalsverða fjármuni í næringarfræðinga og einkaþjálfara fyrir leikarana, en þeir fara sem fyrr með hlutverk Loga geimgengils og Lilju prinsessu. Harrison Ford hefur ekki verið sendur í sérstaka þjálfun og segir kvikmyndavefur Yahoo! að um ástæður þess sé ekki vitað. Annað hvort þurfi þess ekki eða þá að Disney hafi ekki fundið neinn nægilega hugrakkann til þess að takast á við hinn skapmikla Ford.Fisher og Hamill léku í Stjörnustríðsmyndunum á árunum 1977 til 1983.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein