Lífið

Kanye með karlafatalínu

Rapparinn Kanye West ætlar að gera aðra tilraun til að gefa út fatalínu undir eigin nafni, en sú fyrri heppnaðist ekki vel.
Rapparinn Kanye West ætlar að gera aðra tilraun til að gefa út fatalínu undir eigin nafni, en sú fyrri heppnaðist ekki vel. Nordicphotos/getty
Kanye West undirbýr nú nýja fatalínu fyrir franskt fatamerki. Hinn nýbakaði faðir segist ætla að gera betur nú en síðast, en kvenfatalína hans sem kom út árið 2011 fékk skelfilegar viðtökur.

„Fatahönnuðir eru í þannig stöðu að þeir geta algjörlega sleppt af sér beislinu. Ég reyndi að gera það en það gekk ekki upp. Ég varð því að reyna að koma með eitthvað sem segir: „Þetta lítur skynsamlega út,“ sagði rapparinn í viðtali á dögunum. Fatalínan mun einkennast af stuttermabolum, gallabuxum og hettupeysum.

Skoða má eldri línu rapparans hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.