Lífið

Sjónvarpsmaður trúlofast kærasta sínum

Ted Allen, stjórnandi matreiðsluþáttanna Chopped, tilkynnti í dag að hann og kærasti hans, Barry Rice, hafi ákveðið að trúlofa sig.

Þetta gerðu þeir skömmu eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna tók á miðvikudag ákvörðun um að nema úr gildi lög frá 1996 er fela í sér mismunum gagnvart samkynhneigðum pörum sem gengið hafa í hjónaband.

„Ég er stoltur af því að geta tilkynnt á þessum sögulega degi að ég og sambýlismaður minn til tuttugu ára, Barry Rice, erum trúlofaðir,“ ritaði Allen á Twitter.

Allen er menntaður blaðamaður og hefur meðal annars unnið við gerð sjónvarpsþáttanna Queer Eye for the Straight Guy, Iron Chef America og Chopped, sem er sérlega vinsæll matreiðsluþáttur sem er sýndur á sjónvarpsstöðinni Food Network.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.