Raunsæ og óvæmin ástarsaga Sara McMahon skrifar 15. janúar 2013 08:30 Bíó. Ryð og bein (De rouille et d'os). Leikstjórn: Jacques Audiard. Leikarar: Marion Cotillard, Matthias Schoenaerts, Armand Verdure og Corinne Masiero. Kvikmyndin Ryð og bein er byggð á smásögusafni kanadíska rithöfundarins Craig Davidson og segir frá sambandi Stéphanie, sem starfar sem hvalatemjari, og Ali, einstæðum föður sem fær aukatekjur með því að keppa í ólöglegum hnefaleikum. Stéphanie missir báða fæturna í vinnuslysi og glímir við þunglyndi í kjölfar slyssins. Hún leitar huggunar og stuðnings hjá hinum ófeimna og hispurslausa Ali og með tíð og tíma þróast vinátta þeirra út í kæruleysislegt ástarsamband. Samband Ali við ungan son sinn, Sam, er þó þvingað. Ali er sjálfselskur og virðist eiga í erfiðleikum með að finna sig í föðurhlutverkinu og tengjast syninum. Schoenaerts, Cotillard og hinn ungi Verdure sýna öll frábæran leik undir leikstjórn Audiard og er það frammistöðu þeirra að þakka að myndin nær því aldrei að verða væmin eða hallærisleg þó að verið sé að spila með hádramatískar tilfinningar fólks. Inn í ástarsögu Ali og Stéphanie tvinnast svo aðrar minni sögur; barátta stéttarfélaga við auðvaldið, samband Ali við systur sína og mág, hörð lífsbarátta láglaunafólks og samband Ali við son sinn. Niðurstaða: Frábærlega vel leikin og hádramatísk mynd sem verður þó aldrei væmin. Gagnrýni Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. Ryð og bein (De rouille et d'os). Leikstjórn: Jacques Audiard. Leikarar: Marion Cotillard, Matthias Schoenaerts, Armand Verdure og Corinne Masiero. Kvikmyndin Ryð og bein er byggð á smásögusafni kanadíska rithöfundarins Craig Davidson og segir frá sambandi Stéphanie, sem starfar sem hvalatemjari, og Ali, einstæðum föður sem fær aukatekjur með því að keppa í ólöglegum hnefaleikum. Stéphanie missir báða fæturna í vinnuslysi og glímir við þunglyndi í kjölfar slyssins. Hún leitar huggunar og stuðnings hjá hinum ófeimna og hispurslausa Ali og með tíð og tíma þróast vinátta þeirra út í kæruleysislegt ástarsamband. Samband Ali við ungan son sinn, Sam, er þó þvingað. Ali er sjálfselskur og virðist eiga í erfiðleikum með að finna sig í föðurhlutverkinu og tengjast syninum. Schoenaerts, Cotillard og hinn ungi Verdure sýna öll frábæran leik undir leikstjórn Audiard og er það frammistöðu þeirra að þakka að myndin nær því aldrei að verða væmin eða hallærisleg þó að verið sé að spila með hádramatískar tilfinningar fólks. Inn í ástarsögu Ali og Stéphanie tvinnast svo aðrar minni sögur; barátta stéttarfélaga við auðvaldið, samband Ali við systur sína og mág, hörð lífsbarátta láglaunafólks og samband Ali við son sinn. Niðurstaða: Frábærlega vel leikin og hádramatísk mynd sem verður þó aldrei væmin.
Gagnrýni Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira