Dansarinn Hanna Rún Óladóttir, 22 ára, fékk hvorki meira né minna en fimmtíu rósir í dag, á konudaginn, frá rússneska kærastanum sínum og dansfélaga, Nikita Bazev, 25 ára. Meðfylgjandi mynd birti hún á Facebooksíðunni sinni í dag himinlifandi yfir blómunum.
Hanna og Nikita sem sigruðu eftirminnilega á Íslandsmeistaramótinu í suður amerískum dönsum í Laugardalshöllinn í janúar á þessu ári byrjuðu saman á dögunum eins og lesa má hér. Nikita er rómantískur maður en hann er duglegur að gleðja kærustuna sína með fallegum rósum eins og sjá má.
Ástfangin á konudaginn. Hanna Rún gaf okkur leyfi til að birta þessa fallegu mynd.Hanna Rún starfar sem fyrirsæta samhliða dansinum.