Góðgæti frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 21. apríl 2013 11:15 Eyðir 3 lítrum - 5,9 sekúndur í hundraðið - kemst 1.150 km á tankinum. Nú streyma fréttirnar frá bílasýningunni í Shanghai í Kína. Nýr bíll frá Volkswagen, CrossBlue Coupe Concept jepplingur, hefur galopnað augu gesta þar, enda laglegur bíll á ferð og með krafta í kögglum að auki. Hann kippir í kynið við 7 sæta hugmyndabílinn sem Volkswagen sýndi í Detroit, en nú er hann af Coupe gerð og 5 sæta. Þessi bíll er með Plug-in tvinntækni, 9,8 Kwh lithion-ion rafhlaða finnst í bílnum auk 295 hestafla bensínvélar og saman skilar það honum 415 hestöflum. Semsagt hálfgert kraftatröll sem fer sprettinn í hundrað á 5,9 sekúndum og er með hámarkshraðann 236 km/klst. Hann getur farið fyrstu 33 kílómetrana eingöngu á rafhlöðunni, eyðir aðeins um þremur lítrum á hundraðið og kemst 1.150 kílómetra á tankinum. Alls ekki slæmar tölur, en svo getur raunveruleikinn verið aðeins öðruvísi eins og títt er. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent
Eyðir 3 lítrum - 5,9 sekúndur í hundraðið - kemst 1.150 km á tankinum. Nú streyma fréttirnar frá bílasýningunni í Shanghai í Kína. Nýr bíll frá Volkswagen, CrossBlue Coupe Concept jepplingur, hefur galopnað augu gesta þar, enda laglegur bíll á ferð og með krafta í kögglum að auki. Hann kippir í kynið við 7 sæta hugmyndabílinn sem Volkswagen sýndi í Detroit, en nú er hann af Coupe gerð og 5 sæta. Þessi bíll er með Plug-in tvinntækni, 9,8 Kwh lithion-ion rafhlaða finnst í bílnum auk 295 hestafla bensínvélar og saman skilar það honum 415 hestöflum. Semsagt hálfgert kraftatröll sem fer sprettinn í hundrað á 5,9 sekúndum og er með hámarkshraðann 236 km/klst. Hann getur farið fyrstu 33 kílómetrana eingöngu á rafhlöðunni, eyðir aðeins um þremur lítrum á hundraðið og kemst 1.150 kílómetra á tankinum. Alls ekki slæmar tölur, en svo getur raunveruleikinn verið aðeins öðruvísi eins og títt er.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent