BMW i8 eyðir 2,5 l. en er 4,5 sek. í hundraðið Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 10:45 BMW i8 Rafmagnssportbíllinn BMW i8 verður hálfgert undratæki ef tölur frá BMW reynast réttar. Hann á aðeins að eyða 2,5 lítrum af eldsneyti á hverja 100 ekna kílómetra, en er engu að síður mjög öflugur bíll sem skartar miklu alfi. Bíllinn er langt kominn að framleiðslu og ganga BMW menn svo langt að segja að hann verði framsæknasti sportbíll heimsins nú um mundir. Ekki er víst að Porsche samþykki það svo auðveldlega þegar eins stutt er í útkomu Porsche 918 Spider bílsins. Hann er tvinnbíll eins og BMW i8, þ.e. bæði með hefðbundna vél og öflugar rafhlöður. BMW i8 er sérlega léttur bíll sem aðallega er smíðaður úr áli og trefjablöndum. Afl hans, bæði frá rafhlöðum og brunavél er samtals 350 hestöfl. Hann kemur á markað á næsta ári og er búist við því að verð hans verði kringum 15 milljónir króna í heimalandinu Þýskalandi. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent
Rafmagnssportbíllinn BMW i8 verður hálfgert undratæki ef tölur frá BMW reynast réttar. Hann á aðeins að eyða 2,5 lítrum af eldsneyti á hverja 100 ekna kílómetra, en er engu að síður mjög öflugur bíll sem skartar miklu alfi. Bíllinn er langt kominn að framleiðslu og ganga BMW menn svo langt að segja að hann verði framsæknasti sportbíll heimsins nú um mundir. Ekki er víst að Porsche samþykki það svo auðveldlega þegar eins stutt er í útkomu Porsche 918 Spider bílsins. Hann er tvinnbíll eins og BMW i8, þ.e. bæði með hefðbundna vél og öflugar rafhlöður. BMW i8 er sérlega léttur bíll sem aðallega er smíðaður úr áli og trefjablöndum. Afl hans, bæði frá rafhlöðum og brunavél er samtals 350 hestöfl. Hann kemur á markað á næsta ári og er búist við því að verð hans verði kringum 15 milljónir króna í heimalandinu Þýskalandi.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent