Öfug-Hrói Pawel Bartoszek skrifar 5. júlí 2013 07:00 Fyrir seinustu kosningar leit út fyrir að tveir flokkar myndu standa uppi með mest fylgi og, að öllum líkindum, mynda saman ríkisstjórn. Annar flokkurinn vildi gefa fullt af fólki pening, þeim mesta peninginn sem byggju í stærsta húsnæðinu og skulduðu mest í því. Hinn flokkurinn vildi það síður. Á endanum vann seinni flokkurinn kosningarnar en báðir flokkarnir fengu 19 þingmenn, þökk sé kosningakerfinu. Gjafmildi flokkurinn fékk svo stjórnarmyndunarumboðið. Óvissufaktorinn á Bessastöðum sá til þess. Flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála þar sem sagði meðal annars: „Ríkisstjórnin mun með markvissum aðgerðum taka á skuldavanda íslenskra heimila sem er til kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007–2010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum.“ Gaman að því. Sem sagt: Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér með markvissum og almennum aðgerðum að færa til gríðarlega fjármuni frá þeim sem eiga sparifé og skuldabréf og til þeirra sem skulda mikið. Stjórnarskráin bannar að þetta sé gert kinnroðalaust og því þarf að finna leiðir til að gera það óbeint, til dæmis með því að prenta peninga eða með því að búa til einhverja sjóði, mauka með þá og láta skattgreiðendur borga. En þótt sjóðirnir verði margir og framlögum í þá dreift yfir mörg ár þá verður þetta á endanum samt bara eignatilfærsla.Varnaðarorð hunsuð Nú vill svo til að bæði Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vara mjög við þeirri leið að fara í flata niðurfærslu lána. Það gerir Seðlabanki Íslands einnig. Í umsögn Seðlabankans um þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna er vísað í fræðigrein eftir Þorvarð Tjörva Ólafsson og Karen Áslaugu Vignisdóttur þar sem kemur fram að flöt afskrift skulda um 20% myndi nýtast illa. Þannig myndi 25% af niðurfærslunni fara til heimila í greiðsluvanda en 30% til heimila sem hafa verulegan afgang af heimilisrekstrinum, þ.e.a.s yfir 200 þús. kr. á mánuði. Almenn niðurfærsla mun því færa gríðarlegar fjárhæðir til ríks fólks sem þarf ekkert á peningum að halda. Mér líst reyndar vel á þá byrjun á lausn á skuldamálum heimilanna að samþykkja að setja á fót nefnd. Vonandi að starf þeirrar nefndar verði langt og farsælt (en þá sérstaklega langt). Vonandi nógu langt til að markaðurinn nái að leiðrétta alla „forsendubresti“ sjálfur. Það gengur raunar ágætlega hjá honum. Kaupmáttur launa er nú sá sami og hann var í júní 2006. Og þá er spurning: Á þá að „leiðrétta“ verðtryggð lán, til að afborganir þeirra verði 20% lægri en þær voru þegar fólk ákvað að taka þau? Það er ekki „leiðrétting“, það er peningagjöf. Þetta er auðvitað ekki í fyrsta skipti á þessari öld sem aðgerðir í húsnæðismálum kalla á harða gangrýni skammstafaðra stofnana, innlendra sem erlendra. Sama var uppi á teningnum þegar byrjað var að veita 90% með tilheyrandi þenslu á fasteignamarkaði og gríðarlegum óförum Íbúðalánasjóðs í kjölfarið. AGS, OECD og SÍ höfðu þá uppi sömu varnarorðin. Ekki var hlustað þá.Í skjóli enn verri hugmynda Sú ábending Sjálfstæðisflokksins að stjórnarandandstaðan hafi á sínum tíma viljað ganga enn lengra í 90% lánunum er vissulega merkilegur vitnisburður um stemninguna í þjóðfélaginu á árunum 2003-2004. En hún er varla sterk málsvörn í sjálfu sér. Stjórnarandstaðan heldur oft fram einhverri dellu. Í umræðum um fjárlög vill hún oftast hækka flest útgjöld. Varla ætlar ríkisstjórn sem keyrir ríkissjóð í kaf með stöðugum hallarekstri að afsaka sig með því að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi stundum viljað eyða enn þá meira. Þeir ráða sem ráða. Þeir þingmenn sem kosnir voru til að gæta aðhalds í ríkisrekstri eiga ekki að gefa sig. Flöt niðurfærsla lána er ekki skynsöm. Hún er dýr og nýtist bágstöddum heimilum illa. Auðvitað er stemning fyrir henni innan þings sem utan. En ábyrgðin er þeirra sem eru í stjórn. Ef menn nú keyra ríkissjóð í kaf þá geta þeir varla, tíu árum síðar, notað þá málsvörn að einhverjir ábyrgðarlausir rugludallar hafi viljað ganga enn lengra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir seinustu kosningar leit út fyrir að tveir flokkar myndu standa uppi með mest fylgi og, að öllum líkindum, mynda saman ríkisstjórn. Annar flokkurinn vildi gefa fullt af fólki pening, þeim mesta peninginn sem byggju í stærsta húsnæðinu og skulduðu mest í því. Hinn flokkurinn vildi það síður. Á endanum vann seinni flokkurinn kosningarnar en báðir flokkarnir fengu 19 þingmenn, þökk sé kosningakerfinu. Gjafmildi flokkurinn fékk svo stjórnarmyndunarumboðið. Óvissufaktorinn á Bessastöðum sá til þess. Flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála þar sem sagði meðal annars: „Ríkisstjórnin mun með markvissum aðgerðum taka á skuldavanda íslenskra heimila sem er til kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007–2010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum.“ Gaman að því. Sem sagt: Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér með markvissum og almennum aðgerðum að færa til gríðarlega fjármuni frá þeim sem eiga sparifé og skuldabréf og til þeirra sem skulda mikið. Stjórnarskráin bannar að þetta sé gert kinnroðalaust og því þarf að finna leiðir til að gera það óbeint, til dæmis með því að prenta peninga eða með því að búa til einhverja sjóði, mauka með þá og láta skattgreiðendur borga. En þótt sjóðirnir verði margir og framlögum í þá dreift yfir mörg ár þá verður þetta á endanum samt bara eignatilfærsla.Varnaðarorð hunsuð Nú vill svo til að bæði Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vara mjög við þeirri leið að fara í flata niðurfærslu lána. Það gerir Seðlabanki Íslands einnig. Í umsögn Seðlabankans um þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna er vísað í fræðigrein eftir Þorvarð Tjörva Ólafsson og Karen Áslaugu Vignisdóttur þar sem kemur fram að flöt afskrift skulda um 20% myndi nýtast illa. Þannig myndi 25% af niðurfærslunni fara til heimila í greiðsluvanda en 30% til heimila sem hafa verulegan afgang af heimilisrekstrinum, þ.e.a.s yfir 200 þús. kr. á mánuði. Almenn niðurfærsla mun því færa gríðarlegar fjárhæðir til ríks fólks sem þarf ekkert á peningum að halda. Mér líst reyndar vel á þá byrjun á lausn á skuldamálum heimilanna að samþykkja að setja á fót nefnd. Vonandi að starf þeirrar nefndar verði langt og farsælt (en þá sérstaklega langt). Vonandi nógu langt til að markaðurinn nái að leiðrétta alla „forsendubresti“ sjálfur. Það gengur raunar ágætlega hjá honum. Kaupmáttur launa er nú sá sami og hann var í júní 2006. Og þá er spurning: Á þá að „leiðrétta“ verðtryggð lán, til að afborganir þeirra verði 20% lægri en þær voru þegar fólk ákvað að taka þau? Það er ekki „leiðrétting“, það er peningagjöf. Þetta er auðvitað ekki í fyrsta skipti á þessari öld sem aðgerðir í húsnæðismálum kalla á harða gangrýni skammstafaðra stofnana, innlendra sem erlendra. Sama var uppi á teningnum þegar byrjað var að veita 90% með tilheyrandi þenslu á fasteignamarkaði og gríðarlegum óförum Íbúðalánasjóðs í kjölfarið. AGS, OECD og SÍ höfðu þá uppi sömu varnarorðin. Ekki var hlustað þá.Í skjóli enn verri hugmynda Sú ábending Sjálfstæðisflokksins að stjórnarandandstaðan hafi á sínum tíma viljað ganga enn lengra í 90% lánunum er vissulega merkilegur vitnisburður um stemninguna í þjóðfélaginu á árunum 2003-2004. En hún er varla sterk málsvörn í sjálfu sér. Stjórnarandstaðan heldur oft fram einhverri dellu. Í umræðum um fjárlög vill hún oftast hækka flest útgjöld. Varla ætlar ríkisstjórn sem keyrir ríkissjóð í kaf með stöðugum hallarekstri að afsaka sig með því að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi stundum viljað eyða enn þá meira. Þeir ráða sem ráða. Þeir þingmenn sem kosnir voru til að gæta aðhalds í ríkisrekstri eiga ekki að gefa sig. Flöt niðurfærsla lána er ekki skynsöm. Hún er dýr og nýtist bágstöddum heimilum illa. Auðvitað er stemning fyrir henni innan þings sem utan. En ábyrgðin er þeirra sem eru í stjórn. Ef menn nú keyra ríkissjóð í kaf þá geta þeir varla, tíu árum síðar, notað þá málsvörn að einhverjir ábyrgðarlausir rugludallar hafi viljað ganga enn lengra.