Laxinn hefur tekið yfir í Miðá í Dölum 22. janúar 2013 04:00 Miðá lætur ekki mikið yfir sér, en vatnsleysi hliðaráa er helst til að takmarka framleiðslu seiða, en áin er fljót að falla ofan í grjót í miklum þurrkum. Mynd/Svavar Miðá í Dölum er hrein dragá með uppruna í lækjum á Bröttubrekku og ofan Austurárdals og fellur til sjávar um Sökkólfsdal í hæl Hvammsfjarðar, milli Haukadalsár og Hörðudalsár. Sumarið 2012 voru búsvæði árinnar kortlögð af Veiðimálastofnun að beiðni veiðifélags Miðár til að meta framleiðslugetu fyrir lax, útbreiðsla og magn fiskseiða kannað, auk þess sem lagt var mat á árangur fiskræktar. Niðurstöðurnar koma fram í ítarlegri nýútkominni skýrslu sem lesendum Veiðivísis kann að þykja áhugaverð. Miðá er þekkt fyrir góða veiði á sjóbleikju og telst bleikja ríkjandi tegund í veiðinýtingu á vatnasvæðinu, en undanfarin ár hefur laxinn haft yfirhöndina en bleikjan hefur á sama tíma látið undan síga. Veiðifélag Miðár hefur lagt töluverða áherslu á laxarækt og um árabil hefur bæði smáseiðum og sjógönguseiðum verið sleppt á vatnasvæðinu í þeim tilgangi að auka laxgengd og laxveiði. Laxveiði var góð í Miðá sumarið 2012 og veiddust 357 laxar og 274 bleikjur. Laxveiði hefur verið góð í ánni undanfarin ár, en á sama tíma hefur bleikjuveiðin dregist saman. Greind voru 83 hreistursýni úr laxveiðinni 2012 og reyndust 78% sýnanna vera af náttúrulegum uppruna en 22% ættuð úr fiskrækt með sleppingum sjógönguseiða; reyndist klakárgangur frá 2008 uppistaða göngunnar í ána 2012. Sleppingar tíðkast ekki í Miðá sem sést á veiðitölum í fyrrasumar, aðeins einum laxi var þá sleppt. Alls veiddust 322 smálaxar og 35 stórlaxar og hlutfall stórlaxa var 9,8% veiðinnar 2012. Alls voru greind 83 hreistursýni af laxi úr Miðá úr veiðinni árið 2012. Ferskvatnsaldur laxa í sýnunum spannaði 1–5 ár. Laxar sem sýndu 1 árs aldur í ferskvatni eru allir upprunnir úr sleppingum sjógönguseiða og reyndust þeir 21,7% af fjölda sýna. Laxar 2–5 ára í ferskvatni eru allir úr náttúrulegu klaki og var hlutdeild þeirra 82,3% sýnanna. Þriggja ára ferskvatnsaldur var algengastur (67,5%) en ferskvatnsaldur laxa af náttúrulegum uppruna var að meðaltali 3,09 ár. Flestir laxanna höfðu dvalið eitt ár í sjó (80,7%) en laxar með lengri sjávardvöl höfðu 19,3% hlutdeild. Í tveimur sýnum (2,3%) komu fram gotmerki í hreistri, sem sýndu að laxarnir höfðu áður hrygnt. Í skýrslunni segir að bleikja hefur verið mjög sterk í Miðá á undanförnum áratugum. Mikið hefur hlýnað á Íslandi undanfarin ár, en bleikja sem er kuldakær tegund virðist oft láta undan síga fyrir laxi á hlýskeiðum, en lax er hitakærastur laxfiskanna á Íslandi. Minnkandi samkeppni við bleikju gæti því að einhverju leyti skýrt aukna stofnstærð og veiði á laxi undanfarin ár. Um þessar mundir virðist lax vera ráðandi tegund á búsvæðum árinnar og hvergi fannst verulegur þéttleiki af bleikju. Lítil laxveiði á Íslandi í fyrrasumar er vel kynnt. Í Miðá jókst veiðin hins vegar frá árinu 2011 sem bendir til að áin hafi framleitt mun meira af gönguseiðum en áður sem vegið hafi upp mikil afföll í sjó. Þá á fiskrækt í Miðá einnig hlut að máli en nálægt fjórðung veiðinnar 2012 má rekja til gönguseiðasleppinga eins og undanfarin ár, segir í skýrslunni. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði
Miðá í Dölum er hrein dragá með uppruna í lækjum á Bröttubrekku og ofan Austurárdals og fellur til sjávar um Sökkólfsdal í hæl Hvammsfjarðar, milli Haukadalsár og Hörðudalsár. Sumarið 2012 voru búsvæði árinnar kortlögð af Veiðimálastofnun að beiðni veiðifélags Miðár til að meta framleiðslugetu fyrir lax, útbreiðsla og magn fiskseiða kannað, auk þess sem lagt var mat á árangur fiskræktar. Niðurstöðurnar koma fram í ítarlegri nýútkominni skýrslu sem lesendum Veiðivísis kann að þykja áhugaverð. Miðá er þekkt fyrir góða veiði á sjóbleikju og telst bleikja ríkjandi tegund í veiðinýtingu á vatnasvæðinu, en undanfarin ár hefur laxinn haft yfirhöndina en bleikjan hefur á sama tíma látið undan síga. Veiðifélag Miðár hefur lagt töluverða áherslu á laxarækt og um árabil hefur bæði smáseiðum og sjógönguseiðum verið sleppt á vatnasvæðinu í þeim tilgangi að auka laxgengd og laxveiði. Laxveiði var góð í Miðá sumarið 2012 og veiddust 357 laxar og 274 bleikjur. Laxveiði hefur verið góð í ánni undanfarin ár, en á sama tíma hefur bleikjuveiðin dregist saman. Greind voru 83 hreistursýni úr laxveiðinni 2012 og reyndust 78% sýnanna vera af náttúrulegum uppruna en 22% ættuð úr fiskrækt með sleppingum sjógönguseiða; reyndist klakárgangur frá 2008 uppistaða göngunnar í ána 2012. Sleppingar tíðkast ekki í Miðá sem sést á veiðitölum í fyrrasumar, aðeins einum laxi var þá sleppt. Alls veiddust 322 smálaxar og 35 stórlaxar og hlutfall stórlaxa var 9,8% veiðinnar 2012. Alls voru greind 83 hreistursýni af laxi úr Miðá úr veiðinni árið 2012. Ferskvatnsaldur laxa í sýnunum spannaði 1–5 ár. Laxar sem sýndu 1 árs aldur í ferskvatni eru allir upprunnir úr sleppingum sjógönguseiða og reyndust þeir 21,7% af fjölda sýna. Laxar 2–5 ára í ferskvatni eru allir úr náttúrulegu klaki og var hlutdeild þeirra 82,3% sýnanna. Þriggja ára ferskvatnsaldur var algengastur (67,5%) en ferskvatnsaldur laxa af náttúrulegum uppruna var að meðaltali 3,09 ár. Flestir laxanna höfðu dvalið eitt ár í sjó (80,7%) en laxar með lengri sjávardvöl höfðu 19,3% hlutdeild. Í tveimur sýnum (2,3%) komu fram gotmerki í hreistri, sem sýndu að laxarnir höfðu áður hrygnt. Í skýrslunni segir að bleikja hefur verið mjög sterk í Miðá á undanförnum áratugum. Mikið hefur hlýnað á Íslandi undanfarin ár, en bleikja sem er kuldakær tegund virðist oft láta undan síga fyrir laxi á hlýskeiðum, en lax er hitakærastur laxfiskanna á Íslandi. Minnkandi samkeppni við bleikju gæti því að einhverju leyti skýrt aukna stofnstærð og veiði á laxi undanfarin ár. Um þessar mundir virðist lax vera ráðandi tegund á búsvæðum árinnar og hvergi fannst verulegur þéttleiki af bleikju. Lítil laxveiði á Íslandi í fyrrasumar er vel kynnt. Í Miðá jókst veiðin hins vegar frá árinu 2011 sem bendir til að áin hafi framleitt mun meira af gönguseiðum en áður sem vegið hafi upp mikil afföll í sjó. Þá á fiskrækt í Miðá einnig hlut að máli en nálægt fjórðung veiðinnar 2012 má rekja til gönguseiðasleppinga eins og undanfarin ár, segir í skýrslunni. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði