Evrópublöffið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. september 2013 07:00 Fréttablaðið sagði frá því í gær að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði ákveðið að leysa formlega frá störfum samninganefnd Íslands, sem séð hefur um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Sama á við um samningahópa um einstök málefni og samráðsnefnd stjórnvalda og hagsmunasamtaka um viðræðurnar. Allir nefndarmenn fengu bréf í byrjun vikunnar um að nefndirnar yrðu lagðar niður. Gunnar Bragi sagði í samtali við blaðið að þetta væri bara „framhald af því hléi sem gert hefur verið og á ekki að koma neinum á óvart“. Hugsanlega kemur þetta þó þeim á óvart sem tóku mark á því sem stendur í stjórnarsáttmálanum; að gera eigi hlé á aðildarviðræðunum, að svo eigi að gera úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan Evrópusambandsins, ræða hana á Alþingi og kynna hana fyrir þjóðinni. Og að ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðunum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það skildu flestir í upphafi sem svo að ríkisstjórnin hygðist efna til slíkrar atkvæðagreiðslu. Þetta átti ekki sízt við um marga kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem tóku mark á kosningastefnu flokksins: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Formaður og varaformaður flokksins ítrekuðu það loforð oftsinnis opinberlega og það fylgdi að atkvæðagreiðsluna ætti að halda á fyrri hluta kjörtímabilsins. Framsóknarflokkurinn talaði reyndar líka um þjóðaratkvæðagreiðslu í sinni kosningastefnu, en lofaði því ekki með jafnafdráttarlausum hætti að hún yrði haldin á kjörtímabilinu. Núna talar utanríkisráðherrann hins vegar alveg skýrt. Hann sagði í Fréttablaðinu í gær að ekki hefði verið nein ástæða til að bíða eftir úttektinni sem leggja átti fyrir þing og þjóð í haust: „Nei, það er engin ástæða til þess vegna þess að þessi ríkisstjórn hefur talað skýrt um að hún ætlar ekki að halda áfram viðræðum.“ Þarna eru engir fyrirvarar gerðir um hlé, enda væri það fráleitt þegar ráðherrann er nýbúinn að leggja niður samninganefndina sem hefur viðræðurnar með höndum. Það er ekki hægt að lýsa því öllu skýrar yfir að viðræðurnar verði ekki hafnar á ný, sama hvað gerist og hvað hverjum finnst, til dæmis þeim meirihluta kjósenda sem segist í skoðanakönnunum vilja klára aðildarviðræðurnar. Látum liggja á milli hluta að ríkisstjórnin fer þarna gegn ályktun Alþingis um aðildarviðræðurnar og hefur ekki sótt sér neitt umboð til þingsins til að hætta þeim. Spyrjum frekar til hvers þeir voru þessir orðaleppar í stjórnarsáttmálanum, um úttekt, umræðu, kynningu og þjóðaratkvæði. Það verður augljósara eftir því sem á líður. Þeir voru eingöngu hugsaðir til að slá ryki í augu kjósenda. Ríkisstjórnin þarf enga úttekt til að taka ákvörðun um framhaldið; hún er búin að ákveða þetta. Og það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla heldur. Þess þarf ekki. Þau eru búin að ákveða þetta. Utanríkisráðherrann talaði á þingi í gær fjallbrattur fyrir hönd beggja stjórnarflokka; að þeir væru einhuga um það hvernig á málinu hefði verið haldið. Forysta Sjálfstæðisflokksins gerði engar athugasemdir. Það verður ekki öllu skýrara: Fallegu orðin í kosningabæklingunum og stjórnarsáttmálanum voru blöff. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því í gær að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði ákveðið að leysa formlega frá störfum samninganefnd Íslands, sem séð hefur um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Sama á við um samningahópa um einstök málefni og samráðsnefnd stjórnvalda og hagsmunasamtaka um viðræðurnar. Allir nefndarmenn fengu bréf í byrjun vikunnar um að nefndirnar yrðu lagðar niður. Gunnar Bragi sagði í samtali við blaðið að þetta væri bara „framhald af því hléi sem gert hefur verið og á ekki að koma neinum á óvart“. Hugsanlega kemur þetta þó þeim á óvart sem tóku mark á því sem stendur í stjórnarsáttmálanum; að gera eigi hlé á aðildarviðræðunum, að svo eigi að gera úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan Evrópusambandsins, ræða hana á Alþingi og kynna hana fyrir þjóðinni. Og að ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðunum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það skildu flestir í upphafi sem svo að ríkisstjórnin hygðist efna til slíkrar atkvæðagreiðslu. Þetta átti ekki sízt við um marga kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem tóku mark á kosningastefnu flokksins: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Formaður og varaformaður flokksins ítrekuðu það loforð oftsinnis opinberlega og það fylgdi að atkvæðagreiðsluna ætti að halda á fyrri hluta kjörtímabilsins. Framsóknarflokkurinn talaði reyndar líka um þjóðaratkvæðagreiðslu í sinni kosningastefnu, en lofaði því ekki með jafnafdráttarlausum hætti að hún yrði haldin á kjörtímabilinu. Núna talar utanríkisráðherrann hins vegar alveg skýrt. Hann sagði í Fréttablaðinu í gær að ekki hefði verið nein ástæða til að bíða eftir úttektinni sem leggja átti fyrir þing og þjóð í haust: „Nei, það er engin ástæða til þess vegna þess að þessi ríkisstjórn hefur talað skýrt um að hún ætlar ekki að halda áfram viðræðum.“ Þarna eru engir fyrirvarar gerðir um hlé, enda væri það fráleitt þegar ráðherrann er nýbúinn að leggja niður samninganefndina sem hefur viðræðurnar með höndum. Það er ekki hægt að lýsa því öllu skýrar yfir að viðræðurnar verði ekki hafnar á ný, sama hvað gerist og hvað hverjum finnst, til dæmis þeim meirihluta kjósenda sem segist í skoðanakönnunum vilja klára aðildarviðræðurnar. Látum liggja á milli hluta að ríkisstjórnin fer þarna gegn ályktun Alþingis um aðildarviðræðurnar og hefur ekki sótt sér neitt umboð til þingsins til að hætta þeim. Spyrjum frekar til hvers þeir voru þessir orðaleppar í stjórnarsáttmálanum, um úttekt, umræðu, kynningu og þjóðaratkvæði. Það verður augljósara eftir því sem á líður. Þeir voru eingöngu hugsaðir til að slá ryki í augu kjósenda. Ríkisstjórnin þarf enga úttekt til að taka ákvörðun um framhaldið; hún er búin að ákveða þetta. Og það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla heldur. Þess þarf ekki. Þau eru búin að ákveða þetta. Utanríkisráðherrann talaði á þingi í gær fjallbrattur fyrir hönd beggja stjórnarflokka; að þeir væru einhuga um það hvernig á málinu hefði verið haldið. Forysta Sjálfstæðisflokksins gerði engar athugasemdir. Það verður ekki öllu skýrara: Fallegu orðin í kosningabæklingunum og stjórnarsáttmálanum voru blöff.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun