Sport

Klitschko hendir hönskunum á hilluna

Vitali Klitschko.
Vitali Klitschko.
Hnefaleikakappinn Vitali Klitschko hefur lagt boxhanskana á hilluna og gefið frá sér heimsmeistaratitil sinn í greininni. Í það minnsta í bili.

Hinn 42 ára gamli Klitschko hefur ákveðið að einbeita sér alfarið að stjórnmálaferli sínum í heimalandinu en hann vill verða forseti Úkraínu.

WBC-hnefaleikasambandið segist hafa fullan skilning á ákvörðun Klitschko. Hann hefur engu að síður fengið „Champion Emeritus“ stöðu hjá sambandinu. Það þýðir að hann má keppa við heimsmeistara aftur um beltið ef honum snýst hugur.

Afar fáir hnefaleikakappar hafa fengið þessa stöðu en WBC sagði það aldrei hafa verið spurningu með Klitschko.

„Vitali er í stærsta bardaga lífs síns og það utan hringsins. Hann er að sýna heiminum hvernig hjarta meistarans er með því að leiða sitt heimafólk í slag á götum Úkraínu. Þar er barist fyrir mannréttindum og friði.“

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×