Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á í kvennaboltanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2013 11:18 Úr leik Þór/KA og Selfoss í Pepsi-deild kvenna sumarið 2012. Mynd/Auðunn Níelsson „Það skiptir ekki máli hvort það eru leikir í N1-deild karla eða N1-deild kvenna. Það er sama verðlaunafé í öllu og sömu greiðslur til dómarar í karla- og kvennadeild og búið að vera þannig í nokkur ár," segir Einar Þorvarðarson í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Í blaðinu er borin saman launamunur dómara í efstu deildum karla og kvenna í handbolta, fótbolta og körfubolta hér á landi. Enginn launamunur er hjá handboltadómurum, 28% munur hjá körfuboltadómrurum en langmestur munur er hjá knattspyrnudómurum eða 156 prósent. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík Síðdegis í vikunni að þrátt fyrir mikinn launamun væri ekki um kynjamisrétti að ræða. Bestu dómarar landsins dæma í Pepsi-deild karla en aðrir dómarar í neðri deildum karla og Pepsi-deild kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir um ástæðu þess að launin séu hærri karlamegin en kvenmegin. Af 56 landsdómurum hjá KSÍ eru aðeins fjórar konur. Þórir sagði í vikunni að óskandi væri að fleiri konur sneru sér að dómgæslu. Engin kona hefur dæmt í efstu deild karla til dagsins í dag. Birna H. Bergstað Þórumundsdóttir, ein hinna fjögurra kvendómara, er ekki sammála því að hraðinn skipti öllu máli þegar líta eigi til launagreiðslna. Birna hefur dæmt í Pepsi-deild kvenna og í 2. deild karla. „Fyrir dómara er klárlega munur á kröfum, það er meiri harka í leikjum karla í efstu deild og leikirnir eru hraðari. En við þurfum líka að spyrja okkur hvort hraðinn skipti öllu máli," segir Berglind við Morgunblaðið. Hún segir leikina skipta jafnmiklu máli hvort sem þeir eru í karladeildinni eða kvennadeildinni. „Ég held að ef það kæmu jafnmargir á völlinn hjá stelpunum þá kannski myndi KSÍ minnka þennan mun," segir Berglind. Dómarastéttin á Íslandi sér sjálf um að semja um greiðslur vegna leikja við KSÍ. Það er því að þeirra frumkvæði sem dómarar í efstu deild karla fá meira borgað en þeir sem dæma kvenna megin. „Ef allir fengju sama pening þá væru allir tilbúnir að dæma í Pepsi-deild kvenna. Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á," segir dómari í samtali við Morgunblaðið. Sá hinn sami vill þó ekki láta nafns síns getið. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða "vandræðagemsa" og "síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. 12. maí 2013 10:32 Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. 6. maí 2013 11:22 Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
„Það skiptir ekki máli hvort það eru leikir í N1-deild karla eða N1-deild kvenna. Það er sama verðlaunafé í öllu og sömu greiðslur til dómarar í karla- og kvennadeild og búið að vera þannig í nokkur ár," segir Einar Þorvarðarson í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Í blaðinu er borin saman launamunur dómara í efstu deildum karla og kvenna í handbolta, fótbolta og körfubolta hér á landi. Enginn launamunur er hjá handboltadómurum, 28% munur hjá körfuboltadómrurum en langmestur munur er hjá knattspyrnudómurum eða 156 prósent. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík Síðdegis í vikunni að þrátt fyrir mikinn launamun væri ekki um kynjamisrétti að ræða. Bestu dómarar landsins dæma í Pepsi-deild karla en aðrir dómarar í neðri deildum karla og Pepsi-deild kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir um ástæðu þess að launin séu hærri karlamegin en kvenmegin. Af 56 landsdómurum hjá KSÍ eru aðeins fjórar konur. Þórir sagði í vikunni að óskandi væri að fleiri konur sneru sér að dómgæslu. Engin kona hefur dæmt í efstu deild karla til dagsins í dag. Birna H. Bergstað Þórumundsdóttir, ein hinna fjögurra kvendómara, er ekki sammála því að hraðinn skipti öllu máli þegar líta eigi til launagreiðslna. Birna hefur dæmt í Pepsi-deild kvenna og í 2. deild karla. „Fyrir dómara er klárlega munur á kröfum, það er meiri harka í leikjum karla í efstu deild og leikirnir eru hraðari. En við þurfum líka að spyrja okkur hvort hraðinn skipti öllu máli," segir Berglind við Morgunblaðið. Hún segir leikina skipta jafnmiklu máli hvort sem þeir eru í karladeildinni eða kvennadeildinni. „Ég held að ef það kæmu jafnmargir á völlinn hjá stelpunum þá kannski myndi KSÍ minnka þennan mun," segir Berglind. Dómarastéttin á Íslandi sér sjálf um að semja um greiðslur vegna leikja við KSÍ. Það er því að þeirra frumkvæði sem dómarar í efstu deild karla fá meira borgað en þeir sem dæma kvenna megin. „Ef allir fengju sama pening þá væru allir tilbúnir að dæma í Pepsi-deild kvenna. Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á," segir dómari í samtali við Morgunblaðið. Sá hinn sami vill þó ekki láta nafns síns getið.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða "vandræðagemsa" og "síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. 12. maí 2013 10:32 Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. 6. maí 2013 11:22 Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða "vandræðagemsa" og "síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. 12. maí 2013 10:32
Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. 6. maí 2013 11:22
Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49