Nýjasta kvikmyndin um Ofurmennið, Man of Steel, er væntanleg í íslensk kvikmyndahús þann 19. júní.
Fyrir þá sem eiga erfitt með biðina er tilvalið að kíkja á 13 mínútna langt kynningarmyndband sem Warner Bros. hefur sent frá sér, en þar er skyggnst á bak við tjöldin við gerð myndarinnar.
Í myndbandinu fá áhorfendur smjörþefinn af plánetunni Krypton, stutt viðtöl við leikara og framleiðendur, auk þess sem við kynnumst hinum illa Zod hershöfðingja.
Kynningarmyndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bíó og sjónvarp