Lækkar Daimler hagnaðarspána? Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2013 14:15 Hllutabréf í Daimler hafa ekki vaxið frá 2006 á meðan hlutabréf í BMW hafa hækkað um 80% og Volkswagen þrefaldast. Vegna áframhaldandi minnkunar í bílasölu í Evrópu mun eigandi Mercedes Benz, Daimler, að hermt er lækka fyrri spár sínar um hagnað um leið og fyrirtækið gerir upp fyrsta ársfjórðung, þann 24. apríl. Bílaframleiðendur horfa nú enn svartsýnni til þessa árs en í lok þess síðasta, enda bílasala verið talsvert minni en spáð var. Mercedes Benz hefur dregist nokkuð á eftir helstu samkeppnisaðilunum sínum, BMW og Audi, vegna of gamalla gerða bíla sinna og lélegs árangurs í Kína. Daimler hafði áætlað álíka hagnað í ár og í fyrra, 8,1 milljarð Evra. En sökum þess hve fyrsti ársfjórðungur var mikið verri en fjórði ársfjórðungurn síðasta árs eru forsendur þessarar spár líklega brostnar. Ekki eru öll kurl komin til grafar hvað varðar heildarsölu í Evrópu á fyrstu þremur mánuðum ársins, en heyrst hefur að það muni slá nærri 10% minnkun frá 2012. Daimler áætlar að salan á öðrum ársfjórðungi verði meiri en á þeim fyrsta og á hinn nýi CLA bíll að hjálpa þar mikið til, sem og uppfærð gerð E-Class bílsins. Forstjóri Daimler, Dieter Zetsche, er sífelld umdeildari en frá því að hann tók við árið 2006 hafa hlutabréf í Daimler ekki vaxið neitt og sitja föst í 40 Evrum á meðan hlutabréf í BMW hafa hækkað um 80% og hlutabréf í Volkswagen þrefaldast. Credit Suisse bankinn treystir ekki hagnaðarspá Zetsche og telur að skrúfa verði hana niður. Ekki ríkir þó neitt svartnætti hjá Mercedes Benz því sala fyrirtækisins í heiminum öllum á fyrsta ársfjórðungi jókst um 3,5% þó salan hafi verið dræm í Evrópu. BMW náði 7% aukningu og Audi 6,8%. Ljósið í myrkrinu hjá Benz er að í mars jókst salan um 6,5% á meðan BMW var með 4,4% vöxt og Audi 3,0%. Dieter Zetsche hefur sagt að Mercedes Benz muni ná toppsætinu aftur sem söluhæsta lúxusmerkið við enda þessa áratugar, en það hefur hinsvegar verið mörgum aðhlátursefni og ef til vill var það það sem leiddi til þess að samningur forstjórans var styttur úr 5 árum í 3 ár í febrúar síðastliðnum. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent
Hllutabréf í Daimler hafa ekki vaxið frá 2006 á meðan hlutabréf í BMW hafa hækkað um 80% og Volkswagen þrefaldast. Vegna áframhaldandi minnkunar í bílasölu í Evrópu mun eigandi Mercedes Benz, Daimler, að hermt er lækka fyrri spár sínar um hagnað um leið og fyrirtækið gerir upp fyrsta ársfjórðung, þann 24. apríl. Bílaframleiðendur horfa nú enn svartsýnni til þessa árs en í lok þess síðasta, enda bílasala verið talsvert minni en spáð var. Mercedes Benz hefur dregist nokkuð á eftir helstu samkeppnisaðilunum sínum, BMW og Audi, vegna of gamalla gerða bíla sinna og lélegs árangurs í Kína. Daimler hafði áætlað álíka hagnað í ár og í fyrra, 8,1 milljarð Evra. En sökum þess hve fyrsti ársfjórðungur var mikið verri en fjórði ársfjórðungurn síðasta árs eru forsendur þessarar spár líklega brostnar. Ekki eru öll kurl komin til grafar hvað varðar heildarsölu í Evrópu á fyrstu þremur mánuðum ársins, en heyrst hefur að það muni slá nærri 10% minnkun frá 2012. Daimler áætlar að salan á öðrum ársfjórðungi verði meiri en á þeim fyrsta og á hinn nýi CLA bíll að hjálpa þar mikið til, sem og uppfærð gerð E-Class bílsins. Forstjóri Daimler, Dieter Zetsche, er sífelld umdeildari en frá því að hann tók við árið 2006 hafa hlutabréf í Daimler ekki vaxið neitt og sitja föst í 40 Evrum á meðan hlutabréf í BMW hafa hækkað um 80% og hlutabréf í Volkswagen þrefaldast. Credit Suisse bankinn treystir ekki hagnaðarspá Zetsche og telur að skrúfa verði hana niður. Ekki ríkir þó neitt svartnætti hjá Mercedes Benz því sala fyrirtækisins í heiminum öllum á fyrsta ársfjórðungi jókst um 3,5% þó salan hafi verið dræm í Evrópu. BMW náði 7% aukningu og Audi 6,8%. Ljósið í myrkrinu hjá Benz er að í mars jókst salan um 6,5% á meðan BMW var með 4,4% vöxt og Audi 3,0%. Dieter Zetsche hefur sagt að Mercedes Benz muni ná toppsætinu aftur sem söluhæsta lúxusmerkið við enda þessa áratugar, en það hefur hinsvegar verið mörgum aðhlátursefni og ef til vill var það það sem leiddi til þess að samningur forstjórans var styttur úr 5 árum í 3 ár í febrúar síðastliðnum.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent