Tvöföld ánægja...eða hvað? 9. janúar 2013 16:45 Einn af galnari gerðinni. Hver sá sem velt hefur fyrir sér hvernig Síamstvíburabíll lítur út getur virt það fyrir sér hér. Þessi tvöfaldi Jeep Wrangler jeppi var settur saman úr tveimur slíkum í Marokkó og er þar staddur. Var það gert fyrir erlendan sendiráðsstarfsmann, en ekki fer sögum af því hvort hann notar bílinn daglega. Það gæti reynst þrautin þyngri því hann er hátt í fjögurra metra breiður og passar því seint á venjulegar götur. Skyldi hann vera með eina vél eða skila vélar beggja bílanna afli til hjólanna? Hvernig skildi vera að stýra honum? Engin svör eru við þessum spurningum en það eitt er víst að góðum torfærueiginleikum Jeep Wrangler bílanna hefur verið fórnað, því þessi kemst ekkert nema á marflötu malbiki. Myndbandið sem hér fylgir er af litlum gæðum en sýnir þó að hægt er að aka bílnum á tveggja akreina götum. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent
Einn af galnari gerðinni. Hver sá sem velt hefur fyrir sér hvernig Síamstvíburabíll lítur út getur virt það fyrir sér hér. Þessi tvöfaldi Jeep Wrangler jeppi var settur saman úr tveimur slíkum í Marokkó og er þar staddur. Var það gert fyrir erlendan sendiráðsstarfsmann, en ekki fer sögum af því hvort hann notar bílinn daglega. Það gæti reynst þrautin þyngri því hann er hátt í fjögurra metra breiður og passar því seint á venjulegar götur. Skyldi hann vera með eina vél eða skila vélar beggja bílanna afli til hjólanna? Hvernig skildi vera að stýra honum? Engin svör eru við þessum spurningum en það eitt er víst að góðum torfærueiginleikum Jeep Wrangler bílanna hefur verið fórnað, því þessi kemst ekkert nema á marflötu malbiki. Myndbandið sem hér fylgir er af litlum gæðum en sýnir þó að hægt er að aka bílnum á tveggja akreina götum.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent