Sniðugir aukabitar 4. janúar 2013 17:00 Hugaðu vel að aukabitanum! Lykillinn að stöðugum blóðsykri og mikilli brennslu er að borða reglulega og ekki mjög mikið hverju sinni. Þess vegna skiptir aukabitinn máli. Þetta og fleira fróðlegt segir í bókinni Sex kíló á sex vikum eftir Ulrika Davidsson og Ola Lauritzson, sem bókaútgáfan Bjartur & Veröld gaf út nýverið. Hér má finna uppskriftir að nokkrum aukabitum með lágum sykurstuðli sem einfalt er að útbúa: Berið þeytinga fram í fallegum glösum, það er einfaldlega skemmtilegra að drekka þá svoleiðis. Jarðarberjaþeytingur 1 dl frosin jarðarber 1 dl hrein jógúrt eða skyr 1 dl appelsína Takið börkinn af appelsínunni, setjið allt í blandarann og blandið í nokkrar sekúndur. Berið strax fram. Orkustangir Tilvalið nesti til að taka með í vinnuna og í ferðalög. 25-30 stk.600 g sykurlaust granóla1 dl trönuber½ dl furuhnetur2 dl af blönduðum fræjum, s.s. graskersfræ og sólblómafræ2 egg Hitið ofninn í 175 gráður. Blandið öllu hráefninu saman í skál. Klæðið ofnskúffuna með bökunarpappír og dreifið blöndunni í skúffuna. Látið kólna og skerið síðan í bita.Mangó- og trönuberjakúlur 12 stk.2 sneiðar þurrkað mangó1 dl kasjúhnetur1 dl trönuber3 dl kókósmjöl½ dl vatn Leggið mangóið í bleyti í nokkrar mínútur. Malið kasjúhneturnar í matvinnsluvél í nokkrar sekúndur. Bætið mangósneiðum, trönuberjum, helmingnum af kókosmjölinu og vatni út í og hrærið í jafnt deig. Mótið deigið í litlar kúlur og veltið upp úr afganginum af kókosmjölinu. Geymið á köldum stað. Súkkulaðikúlur 12 stk.2 gráfíkjur½ dl vatn1 dl kasjúhnetur½ dl kakó1 dl kókósmjöl1 dl sesamfræ Leggið gráfíkjurnar í bleyti í nokkrar mínútur. Malið kasjúhneturnar í matvinnsluvél í nokkrar sekúndur. Bætið við gráfíkjum, kakói og kókosmjöli og hrærið í jafnt deig. Mótið deigið í litlar bollur og veltið upp úr sesamfræjum. Geymið á köldum stað. Boozt Dögurður Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið
Lykillinn að stöðugum blóðsykri og mikilli brennslu er að borða reglulega og ekki mjög mikið hverju sinni. Þess vegna skiptir aukabitinn máli. Þetta og fleira fróðlegt segir í bókinni Sex kíló á sex vikum eftir Ulrika Davidsson og Ola Lauritzson, sem bókaútgáfan Bjartur & Veröld gaf út nýverið. Hér má finna uppskriftir að nokkrum aukabitum með lágum sykurstuðli sem einfalt er að útbúa: Berið þeytinga fram í fallegum glösum, það er einfaldlega skemmtilegra að drekka þá svoleiðis. Jarðarberjaþeytingur 1 dl frosin jarðarber 1 dl hrein jógúrt eða skyr 1 dl appelsína Takið börkinn af appelsínunni, setjið allt í blandarann og blandið í nokkrar sekúndur. Berið strax fram. Orkustangir Tilvalið nesti til að taka með í vinnuna og í ferðalög. 25-30 stk.600 g sykurlaust granóla1 dl trönuber½ dl furuhnetur2 dl af blönduðum fræjum, s.s. graskersfræ og sólblómafræ2 egg Hitið ofninn í 175 gráður. Blandið öllu hráefninu saman í skál. Klæðið ofnskúffuna með bökunarpappír og dreifið blöndunni í skúffuna. Látið kólna og skerið síðan í bita.Mangó- og trönuberjakúlur 12 stk.2 sneiðar þurrkað mangó1 dl kasjúhnetur1 dl trönuber3 dl kókósmjöl½ dl vatn Leggið mangóið í bleyti í nokkrar mínútur. Malið kasjúhneturnar í matvinnsluvél í nokkrar sekúndur. Bætið mangósneiðum, trönuberjum, helmingnum af kókosmjölinu og vatni út í og hrærið í jafnt deig. Mótið deigið í litlar kúlur og veltið upp úr afganginum af kókosmjölinu. Geymið á köldum stað. Súkkulaðikúlur 12 stk.2 gráfíkjur½ dl vatn1 dl kasjúhnetur½ dl kakó1 dl kókósmjöl1 dl sesamfræ Leggið gráfíkjurnar í bleyti í nokkrar mínútur. Malið kasjúhneturnar í matvinnsluvél í nokkrar sekúndur. Bætið við gráfíkjum, kakói og kókosmjöli og hrærið í jafnt deig. Mótið deigið í litlar bollur og veltið upp úr sesamfræjum. Geymið á köldum stað.
Boozt Dögurður Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið