Handbolti

Landsliðsstrákar framtíðarinnar spila þrjá leiki við Norðmenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tvíburarnir Henrik og Hlynur Bjarnasynir eru í íslenska hópnum en þeir eru báðir í FH.
Tvíburarnir Henrik og Hlynur Bjarnasynir eru í íslenska hópnum en þeir eru báðir í FH. Mynd/Fésbókin
Íslenska sextán ára landslið karla í handbolta verður í sviðsljósinu um helgina þegar liðið spilar þrjá æfingaleiki við Norðmenn og fara þeir allir fram í Austurbergi í Efra-Breiðholti.

ÍR-ingar sjá um umgjörðina en hún er búin að vera frábær hjá þeim í N1-deild karla í vetur. HSÍ hvetur áhorfendur il að mæta á þessa leiki en þar fær fólk gott tækifæri til að sjá framtíðarleikmenn Íslands spila gegn erfiðum andstæðingum. Frítt verður inn á alla leikina.

Einar Guðmundsson þjálfar sextán ára landsliðið en allir leikmenn liðsins spila hér á landi nema Sigtryggur Rúnarsson, sonur Rúnars Sigtryggssonar sem spilar með Aue í Þýskalandi.

Leikmennirnir sem spila hér heima koma frá tólf félögum en Haukar og Fram á flesta leikmenn í 21 manna hópi eða þrjá hvort félag.



Leikirnir verða sem hér segir:

Föstudagur 4. janúar kl. 19.00

Laugardagur 5.janúar kl. 15.30

Sunnudagur 6.janúar kl. 12.00

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir í hópinn að þessu sinni:

Arnar Freyr Arnarson - Fram

Arnar Þór Fylkisson - Þór

Birkir Benediktsson – Afturelding

Dagur Arnarsson – ÍBV

Daníel Guðmundsson - Fram

Darri Sigþórsson – Valur

Egill Magnússon – Stjarnan

Grétar Ari Guðjónsson – Haukar

Henrik Bjarnason – FH

Hergeir Grímsson - Selfoss

Hjalti Már Hjaltason - Grótta

Hlynur Bjarnason – FH

Leonharð Harðarson – Haukar

Óðinn Þór Ríkharðsson – HK

Ómar Ingi Magnússon - Selfoss

Ragnar Þór Kjartansson – Fram

Sigtryggur Rúnarsson - Aue

Sturla Magnússon – Valur

Sævar Ingi Eiðsson – Selfoss

Þorgeir Bjarki Davíðsson – Grótta

Þórarinn Leví Traustason – Haukar

Þjálfari: Einar Guðmundsson

Aðstoðarþjálfari: Sebastian Alexandersson

Aðstoðarþjálfari: Stefán Árnason

Sjúkraþjálfari: Jón Birgir Guðmundsson

Leikgreining: Halldór Stefán Haraldsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×