Poulter í leit að lokapúslinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2013 19:15 Ian Poulter fagnaði sigrinum í Ryder-bikarnum vel. Nordicphotos/Getty Kylfingurinn Ian Poulter vonast til þess að geta fylgt eftir góðri frammistöðu á golfvellinum á nýliðnu ári með eina bikarnum sem vantar í safnið. Englendingurinn hefur aldrei unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Poulter keppir í vikunni á fyrsta PGA-móti ársins á Hawaii. Hann viðurkennir í samtali við Reuters-fréttastofuna að hann eigi enn eftir að finna út hvað hann þurfi að gera til þess að vinna sigur á risamóti. „Ég veit ekki hvað þarf til," sagði Englendingurinn. „Ef það þýðir að ég þurfi að taka mér tuttugu vikna frí fyrir risamót þá geri ég það. Ef það þýðir að ég þurfi að spila á fimm mótum í röð til þess að vinna eitt þeirra geri ég það." Eftir rólega byrjun á golfvellinum á síðasta ári fór allt á flug hjá Poulter. Hann hafnaði í efstu tiu sætunum á þremur af risamótunum fjórum og vann sigur á HSBC Champions mótinu í Kína á Heimsmótaröðinni. Hápunktur ársins var þó frammistaða Poulter í Ryder-bikarnum. Þar fór Poulter fyrir ótrúlegri endurkomu Evrópuliðsins sem vann ótrúlegan sigur. „Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég tala um það," segir Poulter um frammistöðu sína á öðrum degi keppninnar. Poulter landaði þá fimm fuglum í röð, vann sigur í viðureign sinni og gaf tóninn fyrir það sem á eftir kom. „Ég hef mörg markmið. Halda áfram að bæta sömu hlutina í leik mínum, bæta mig og vonandi bæta titlum í safnið ásamt þeim fyrsta á risamóti," sagði Poulter um markmið sín á árinu. Golf Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfingurinn Ian Poulter vonast til þess að geta fylgt eftir góðri frammistöðu á golfvellinum á nýliðnu ári með eina bikarnum sem vantar í safnið. Englendingurinn hefur aldrei unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Poulter keppir í vikunni á fyrsta PGA-móti ársins á Hawaii. Hann viðurkennir í samtali við Reuters-fréttastofuna að hann eigi enn eftir að finna út hvað hann þurfi að gera til þess að vinna sigur á risamóti. „Ég veit ekki hvað þarf til," sagði Englendingurinn. „Ef það þýðir að ég þurfi að taka mér tuttugu vikna frí fyrir risamót þá geri ég það. Ef það þýðir að ég þurfi að spila á fimm mótum í röð til þess að vinna eitt þeirra geri ég það." Eftir rólega byrjun á golfvellinum á síðasta ári fór allt á flug hjá Poulter. Hann hafnaði í efstu tiu sætunum á þremur af risamótunum fjórum og vann sigur á HSBC Champions mótinu í Kína á Heimsmótaröðinni. Hápunktur ársins var þó frammistaða Poulter í Ryder-bikarnum. Þar fór Poulter fyrir ótrúlegri endurkomu Evrópuliðsins sem vann ótrúlegan sigur. „Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég tala um það," segir Poulter um frammistöðu sína á öðrum degi keppninnar. Poulter landaði þá fimm fuglum í röð, vann sigur í viðureign sinni og gaf tóninn fyrir það sem á eftir kom. „Ég hef mörg markmið. Halda áfram að bæta sömu hlutina í leik mínum, bæta mig og vonandi bæta titlum í safnið ásamt þeim fyrsta á risamóti," sagði Poulter um markmið sín á árinu.
Golf Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira