Hulunni svipt af BMW 4 14. janúar 2013 17:30 Rennilegur nýi fjarkinn BMW 4 verður í boði með sömu vélakostum og BMW 3. Mikið er um kynningar á nýjum bílum á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit. Ein þeirra er nýr bíll frá BMW sem nú notast við tölustaf sem BMW hefur ekki notað áður, það er 4. Þessi „coupe" bíll byggir alfarið á BMW 3-línunni, en er tveggja hurða og einum 5 cm lengri en þristurinn, en lægri til þaksins. Hann líkist óneitanlega 6-línu bíl BMW, en sá bíll byggir á 7-línunni, en er eins og nýi fjarkinn með aðeins tvær hurðir. Þeim er barið hafa þennan nýja sportbíl BMW augum ber saman um að þar fer fagur bíll sem ekki ber þess merki að skornar hafi verið tvær hurðir af venjulegum BMW 3 bara til að bjóða „coupe"-bíl. BMW mun bjóða nýja fjarkann í M-útfærslu sem búast má við að verði mjög öflugur bíll. Einnig verður hann í boði sem blæjubíll.Ekki síðri afturhluti Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent
BMW 4 verður í boði með sömu vélakostum og BMW 3. Mikið er um kynningar á nýjum bílum á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit. Ein þeirra er nýr bíll frá BMW sem nú notast við tölustaf sem BMW hefur ekki notað áður, það er 4. Þessi „coupe" bíll byggir alfarið á BMW 3-línunni, en er tveggja hurða og einum 5 cm lengri en þristurinn, en lægri til þaksins. Hann líkist óneitanlega 6-línu bíl BMW, en sá bíll byggir á 7-línunni, en er eins og nýi fjarkinn með aðeins tvær hurðir. Þeim er barið hafa þennan nýja sportbíl BMW augum ber saman um að þar fer fagur bíll sem ekki ber þess merki að skornar hafi verið tvær hurðir af venjulegum BMW 3 bara til að bjóða „coupe"-bíl. BMW mun bjóða nýja fjarkann í M-útfærslu sem búast má við að verði mjög öflugur bíll. Einnig verður hann í boði sem blæjubíll.Ekki síðri afturhluti
Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent