Handbolti

Patrekur staðfesti ráðningu Ólafs til Vals

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Patrekur Jóhannsson var í dag kynntur sem nýr þjálfari Hauka í N1-deild karla. Hann tekur við stafinu í sumar, þegar hann lætur af störfum hjá handknattleiksdeild Vals.

Patrekur tekur við Haukum af Aroni Kristjánssyni, landsliðsþjálfara, sem mun eftir tímabilið einbeita sér að störfum sínum hjá HSÍ.

„Þetta er sérstakt, þar sem ég er enn þjálfari Vals," sagði Patrekur á blaðamannafundi í morgun.

„Án þess að fara út í smáatriði, þá var lofað ákveðnu í leikmannamálum sem ekki var staðið við. Ég tilkynnti í desember að ég myndi ekki vera áfram og heyrði þá í Haukunum. Þetta er mín atvinna og þegar Haukar hafa samband, með sína stefnu, heillaðist ég strax."

„Valur er merkilegt og gott félag með flotta stráka sem var gaman að vinna með. En það var gaman að fara inn í næsta tímabil með aðeins tvo leikmenn fasta á samningi."

Patrekur staðfesti svo að Ólafur Stefánsson muni taka við Val, en Valur hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 13.00. „Ég er ekki búinn með mitt starf hjá Val og ætla að klára það eins og atvinnumaður. Ég vissi líka að Óli Stef yrði næsti þjálfari Vals, sem er hið besta mál fyrir handboltann. Ég veit að Aron hefur unnið frábært starf hér og ég tel að þetta sé gott dæmi fyrir alla."


Tengdar fréttir

Ólafur ráðinn þjálfari Vals

Vísir fylgdist grannt með þróun mála en bæði Haukar og Valur héldu blaðamannafundi vegna ráðningu þjálfara fyrir næsta keppnistímabil.

Valur hefur boðað til blaðamannafundar

Handknattleiksdeild Vals hefur boðað til blaðamannafundar í dag, þar sem tilkynnt verður um ráðningu þjálfara fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×