Styttist í eins líters bíl Volkswagen 30. janúar 2013 09:00 Kæmist frá Reykjavík til Akureyrar fyrir 1.000 kr.Í mörg ár hefur Volkswagen unnið að þróun bíls sem ekki á að eyða meira en einum lítra af eldsneyti á hverja hundrað kílómetra. Svo langt er smíði hans komin að verið er að prófa bílinn í miklum kulda og snjó. Prófanirnar eiga að sjálfsögðu að vera leynilegar en eins og ávallt tekst einhverjum ljósmyndurum að ná myndum af gripnum. Þar sést í fyrsta skipti ljósabúnaður hans að framan. Heiti bílsins er Volkswagen XL1. Hann er tveggja dyra bíll með tveggja strokka 0,8 l. dísilvél, 48 hestafla og rafmótora sem skila aukalega 27 hestöflum. Skiptingin er 7 gíra DSG sjálfskipting með tveimur kúplingum. Loftmótsstaða bílsins er sú lægsta sem um getur í bíl eða 0.186 Cd. Til að minnka viðnám er bíllinn á afar mjóum dekkjum og hluti af lágri loftmótsstöðu bílsins skýrist af því að bæði aftur- og framhjólin eru inndregin frá brettunum, eins og sést á myndinni. Bíllinn lítur út fyrir að vera nokkuð stór en raunveruleikinn er annar, hann er svipað langur og breiður og Volkswagen Polo. Hann er einstaklega léttur enda allt verið gert til að hafa hann eins léttan og kostur er svo hann nái takmarkinu um eins lítra eyðslu. Hann er 796 kíló og erfitt að finna léttari bíl. Mjög misvísandi fréttir eru af getu bílsins og herma sumar að hann sé heilar 32 sekúndur að ná 100 km hraða meðan aðrar sögur segja 11,9 sékúndur. Fréttir frá Volkswagen herma að XL1 bíllinn muni koma til valdra söluaðila í takmörkuðu magni á þessu ári. Því er ekki langt að bíða þessa tímamótabíls, sem ekki myndi kosta meira að aka til Akureyrar en 1.000 krónur. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent
Kæmist frá Reykjavík til Akureyrar fyrir 1.000 kr.Í mörg ár hefur Volkswagen unnið að þróun bíls sem ekki á að eyða meira en einum lítra af eldsneyti á hverja hundrað kílómetra. Svo langt er smíði hans komin að verið er að prófa bílinn í miklum kulda og snjó. Prófanirnar eiga að sjálfsögðu að vera leynilegar en eins og ávallt tekst einhverjum ljósmyndurum að ná myndum af gripnum. Þar sést í fyrsta skipti ljósabúnaður hans að framan. Heiti bílsins er Volkswagen XL1. Hann er tveggja dyra bíll með tveggja strokka 0,8 l. dísilvél, 48 hestafla og rafmótora sem skila aukalega 27 hestöflum. Skiptingin er 7 gíra DSG sjálfskipting með tveimur kúplingum. Loftmótsstaða bílsins er sú lægsta sem um getur í bíl eða 0.186 Cd. Til að minnka viðnám er bíllinn á afar mjóum dekkjum og hluti af lágri loftmótsstöðu bílsins skýrist af því að bæði aftur- og framhjólin eru inndregin frá brettunum, eins og sést á myndinni. Bíllinn lítur út fyrir að vera nokkuð stór en raunveruleikinn er annar, hann er svipað langur og breiður og Volkswagen Polo. Hann er einstaklega léttur enda allt verið gert til að hafa hann eins léttan og kostur er svo hann nái takmarkinu um eins lítra eyðslu. Hann er 796 kíló og erfitt að finna léttari bíl. Mjög misvísandi fréttir eru af getu bílsins og herma sumar að hann sé heilar 32 sekúndur að ná 100 km hraða meðan aðrar sögur segja 11,9 sékúndur. Fréttir frá Volkswagen herma að XL1 bíllinn muni koma til valdra söluaðila í takmörkuðu magni á þessu ári. Því er ekki langt að bíða þessa tímamótabíls, sem ekki myndi kosta meira að aka til Akureyrar en 1.000 krónur.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent