Handbolti

Ólafur tekur við Val næsta sumar | Patrekur til Hauka

Ólafur er hér í leik með AG í Danmörku.
Ólafur er hér í leik með AG í Danmörku. mynd/ole nielsen
Það verða miklar sviptingar á íslenska þjálfaramarkaðnum í handbolta á morgun. Þá verður tilkynnt um nýja þjálfara hjá bæði Haukum og Val. Er óhætt að tala um stórtíðindi.

Patrekur Jóhannesson, núverandi þjálfari Vals, verður þá tilkynntur sem tilvonandi þjálfari Hauka og mun hann taka við liðinu af Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara næsta sumar.

Arftaki Patreks hjá Val er svo enginn annar en Ólafur Stefánsson, fyrrum landsliðsfyrirliði. Þetta hefur Vísir samkvæmt áreiðanlegum heimildum.

Þetta verður fyrsta þjálfarastarf Ólafs en hann er uppalinn hjá Val. Ekki liggur fyrir hvort Ólafur muni spila með liðinu en það myndi vafalítið kæta íslenska handknattleiksunnendur.

Ólafur er á leiðinni til Katar þar sem hann mun spila með þarlendu liði fram á sumar. Í kjölfarið kemur hann heim og tekur til starfa hjá sínu uppeldisfélagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×