Handbolti

Stjörnukonur fyrstar til að vinna Val í deildinni í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Valli
Stjörnukonur unnu óvæntan þriggja marka sigur á toppliði Vals, 27-24, í N1 deild kvenna í handbolta í dag en leikurinn fór fram í Vodafonehöllini á Hlíðarenda.

Þetta var fyrsta deildartap Valsliðsins á tímabilinu en Valskonur voru búnar að vinna þrettán fyrstu leiki sína í deildinni. Þetta er jafnframt fyrsta deildartap Vals í Vodafonehöllinni í tæp þrjú ár eða síðan liðið lá á móti Fram 27.mars 2010.

Valsliðið hafði því fyrir leikinn unnið 23 heimaleiki í röð í deildarkeppninni. Sex á þessu tímabili, átta tímabilið 2011-12 og níu tímabilið 2010-11.

Stjörnukonur komu hinsvegar sterkar til baka eftir að þær duttu út úr bikarkeppninni á móti HK í vikunni.



Valur - Stjarnan 24-27 (8-12)

Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 7, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5, Dagný Skúladóttir 4, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 3, Þorgerður Anna Atladóttir 2, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 1.

Mörk Stjörnunnar: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 6, Rakel Dögg Bragadóttir 5, Þórhildur Gunnarsdóttir 5, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 4, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 3, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×