Eins og sjá má á þessum myndum sem teknar voru á þorrablóti Stjörnunnar í Mýrinni í gærkvöldi á sjálfan bóndadaginn var gleðin við völd. Glæsileikinn var allsráðandi þegar kom að klæðaburði gesta.
Veislustjóri var Almar Guðmundsson og enginn annar en Logi Bergmann Eiðsson var ræðumaður. Þá sáu Ingó og veðurguðirnir um stuðið eftir borðhaldið.