Lífið

Skúli Mogensen skilinn

Mynd/Sigurjón Ragnar
Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og eiginkona hans síðustu 20 ár, Margrét Ásgeirsdóttir, eru að skilja. Saman eiga þau þrjú börn. Skúli er fluttur til Lundúna þar sem hann dvelur á milli þess sem hann eyðir tíma sínum á Íslandi.

Skúli Mogensen vakti athygli þegar hann kom að rekstri tölvufyrirtækisins Oz um síðustu aldamót. Hann bjó í Kanada í sjö ár en seldi svo fyrirtæki sitt. Hann lýsti viðskiptasögu sinni í Klinkinu hér á Vísi fyrir fáeinum mánuðum. Þar sagði hann frá því að hann hefði búið í Kanada í sjö ár og byggt upp fyrirtæki þar. "Sömu helgi og allt hrynur á Íslandi erum við að selja félagið okkar til Nokia," sagði hann í viðtalinu.

Eftir bankahrunið hér á Íslandi hefur Skúli fjárfest í MP banka, Securitas, Advania og WOW Air.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.