Eru augu ökumanna á veginum? 8. febrúar 2013 14:00 Já, en bara þrjá fjórðu tímans. Könnun, þar sem ökumenn voru látnir bera sérstök gleraugu sem nema hvert ökumenn horfa, leiðir í ljós að þeir eru með augun annarsstaðar en á veginum 21,7% tímans. En hvert eru þeir þá að horfa? Allir bílarnir sem þátttakendur sátu í voru með leiðsögukerfi og 12,0% tímans fór í horfa á það, 5,2% að virða fyrir sér útsýnið, 2,4% á gangandi fólk, 0,6% á lesefni í bílnum, svo sem kort, 0,5% á auglýsingaskilti, 0,5% á hraðamælinn, 0,2% á útvarpið við stillingar á því og aðrir þættir tóku enn minni tíma. Ökumenn horfa því á veginn í 78,3% tímans sem þeir eru undir stýri og það vekur upp spurninguna, er það nóg til að gæta fyllsta öryggis? Það var Direct Line Car Insurance í Bretlandi sem gerði þessa könnun. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent
Já, en bara þrjá fjórðu tímans. Könnun, þar sem ökumenn voru látnir bera sérstök gleraugu sem nema hvert ökumenn horfa, leiðir í ljós að þeir eru með augun annarsstaðar en á veginum 21,7% tímans. En hvert eru þeir þá að horfa? Allir bílarnir sem þátttakendur sátu í voru með leiðsögukerfi og 12,0% tímans fór í horfa á það, 5,2% að virða fyrir sér útsýnið, 2,4% á gangandi fólk, 0,6% á lesefni í bílnum, svo sem kort, 0,5% á auglýsingaskilti, 0,5% á hraðamælinn, 0,2% á útvarpið við stillingar á því og aðrir þættir tóku enn minni tíma. Ökumenn horfa því á veginn í 78,3% tímans sem þeir eru undir stýri og það vekur upp spurninguna, er það nóg til að gæta fyllsta öryggis? Það var Direct Line Car Insurance í Bretlandi sem gerði þessa könnun.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent