Handbolti

Gróttustelpurnar í Höllina - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grótta tryggði sér sæti í undanúrslitum Símabikars kvenna í handbolta í kvöld með því að vinna tveggja marka sigur á HK í hörkuleik á Seltjarnarnesi.

Frábær fyrri hálfleikur Gróttuliðsins lagði grunninn að sigrinum en Gróttustelpur voru sex mörkum yfir í hálfleik, 14-8.

Sunna María Einarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Gróttuliðið í kvöld en Ómar Örn Jónsson er að gera góða hluti með stelpurnar af Seltjarnarnesinu.

Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem Grótta kemst svona langt í bikarnum en þær voru síðasta í undanúrslitum bikarsins 2008.

Undanúrslitaleikirnir fara báðir fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 9. mars en í pottinum verða Fram, ÍBV, Valur og Gróttu.

Valgarður Gíslason kíkti á leikinn og tók þessar myndir hér fyrir ofan.



Grótta - HK 25-23 (14-8)

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 8, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Arndís María Erlingsdóttir 4, Harpa Baldursdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Þórunn Friðriksdóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1.

Mörk HK: Brynja Magnúsdóttir 9, Sóley Ívarsdóttir 5, Heiðrún Björk Helgadóttir 4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1.

Mynd/Valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×