Ár jepplinganna Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2013 15:45 Honda CR-V er söluhæsti bíll á Íslandi það sem af er ári Af 10 söluhæstu einstöku bílgerðunum hérlendis í ár eru 5 þeirra jepplingar. Ef rýnt er í sölutölur nýrra bíla það sem af er ári á vef Umferðarstofu sést glögglega að jepplingar eiga sem stendur uppá pallborðið hjá landanum. Salan eftir janúarmánuð og fram til 15. þessa mánaðar er 681 bíll og því byrjar salan ekki af miklum krafti. Það gerir hún sjaldnast á fyrstu mánuðum hvers árs og sala til bílaleiga er líklega ekki hafin. Hún vó hátt að helmingi sölunnar í fyrra.Hinsvegar er hlutfallsleg sala á jepplingum líklega í sögulegu hámarki, því af 10 söluhæstu einstöku bílgerðunum eru 5 þeirra jepplingar. Honda CR-V söluhæstur allra bílgerða Söluhæsti bíllinn hingað til er jepplingurinn Honda CR-V sem selst hefur í 54 eintökum. Toyota Yaris fólksbíllinn hefur selst í 51 eintaki en í þriðja sæti er aftur jepplingur, Chevrolet Captiva sem 41 hafa keypt. Volkswagen Golf hafa 32 kaupendur krækt sér í en síðan kemur einn jepplingurinn enn, Kia Sportage með 29 bíla. Fleiri jepplingar ná hátt á þessum lista, Nissan Qashqai í 7-8 sæti með 23 bíla og Suzuki Grand Vitara í því 10. með 16 bíla selda. Hyundai Santa Fe er líka ofarlega með 12 bíla og Volkswagen Tiguan einnig 12. Volkswagen og Toyota áfram söluhæst Af öllum bílum seldum á árinu eru 283 þeirra jepplingar eða jeppar, eða 41,5%. Jepplingarnir eru 226 en jepparnir 57. Söluhæstu jepparnir eru Toyota Land Cruiser 11 bílar. Dodge Durango 10, Mitsubishi Pajero 7, Suzuki Jimny 6, Land Rover Discovery 5, BMW X5 4 og Audi Q7 4 bílar. Söluhæsta einstaka bílamerkið það sem af er ári er Volkswagen með 95 selda bíla og Toyota fylgir fast á eftir með 94 bíla. Þessi tvö merki voru lang söluhæst hér á landi í fyrra og því engin breyting þar á nú í ár. Í næstu sætum eru Chevrolet 77, Honda 60, Kia 56, Suzuki 32, Nissan 26, Hyundai 25 og Ford og Renault með 23 selda bíla hvort. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent
Af 10 söluhæstu einstöku bílgerðunum hérlendis í ár eru 5 þeirra jepplingar. Ef rýnt er í sölutölur nýrra bíla það sem af er ári á vef Umferðarstofu sést glögglega að jepplingar eiga sem stendur uppá pallborðið hjá landanum. Salan eftir janúarmánuð og fram til 15. þessa mánaðar er 681 bíll og því byrjar salan ekki af miklum krafti. Það gerir hún sjaldnast á fyrstu mánuðum hvers árs og sala til bílaleiga er líklega ekki hafin. Hún vó hátt að helmingi sölunnar í fyrra.Hinsvegar er hlutfallsleg sala á jepplingum líklega í sögulegu hámarki, því af 10 söluhæstu einstöku bílgerðunum eru 5 þeirra jepplingar. Honda CR-V söluhæstur allra bílgerða Söluhæsti bíllinn hingað til er jepplingurinn Honda CR-V sem selst hefur í 54 eintökum. Toyota Yaris fólksbíllinn hefur selst í 51 eintaki en í þriðja sæti er aftur jepplingur, Chevrolet Captiva sem 41 hafa keypt. Volkswagen Golf hafa 32 kaupendur krækt sér í en síðan kemur einn jepplingurinn enn, Kia Sportage með 29 bíla. Fleiri jepplingar ná hátt á þessum lista, Nissan Qashqai í 7-8 sæti með 23 bíla og Suzuki Grand Vitara í því 10. með 16 bíla selda. Hyundai Santa Fe er líka ofarlega með 12 bíla og Volkswagen Tiguan einnig 12. Volkswagen og Toyota áfram söluhæst Af öllum bílum seldum á árinu eru 283 þeirra jepplingar eða jeppar, eða 41,5%. Jepplingarnir eru 226 en jepparnir 57. Söluhæstu jepparnir eru Toyota Land Cruiser 11 bílar. Dodge Durango 10, Mitsubishi Pajero 7, Suzuki Jimny 6, Land Rover Discovery 5, BMW X5 4 og Audi Q7 4 bílar. Söluhæsta einstaka bílamerkið það sem af er ári er Volkswagen með 95 selda bíla og Toyota fylgir fast á eftir með 94 bíla. Þessi tvö merki voru lang söluhæst hér á landi í fyrra og því engin breyting þar á nú í ár. Í næstu sætum eru Chevrolet 77, Honda 60, Kia 56, Suzuki 32, Nissan 26, Hyundai 25 og Ford og Renault með 23 selda bíla hvort.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent