Sport

Brynjar Jökull með besta árangurinn á HM í átta ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Jökull Guðmundsson
Brynjar Jökull Guðmundsson Mynd/Fésbókin
Brynjar Jökull Guðmundsson varð í dag í 39. sæti af 100 keppendum í svigi á HM í alpagreinum skíðaíþrótta sem lauk í dag í Schladming í Austurríki. Þetta kemur fram á heimasíðu Skíðasambands Íslands.

Brynjar Jökull byrjaði í 73. sæti en eftir fyrri ferð var hann í 52. sæti af þeim 60 sem náðu að klára fyrri ferðina.

Í seinni skíðaði Brynjar Jökull svipað og í fyrri ferðinni og endaði að lokum í 39. sæti.

Þetta er besti árangur Íslensk keppanda í svigi á HM síðan að Björgvin Björgvinsson endaði í 28. sæti í Bormio 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×