Svona vinna rallýpör! Finnur Thorlacius skrifar 15. febrúar 2013 10:30 Unnu í keppni sögufrægra rallbíla, en Sebastien Ogier vann aðalkeppnina í Svíþjóð. Á myndinni sést hvar hinn goðsagnarkenndi rallökumaður Petter Solberg lyftir bíl sínum á meðan eiginkona hans Pernilla gerir við. Þessi mynd náðist um síðustu helgi í heimsbikarkeppninni í rallakstri í Svíþjóð, þ.e. þeim hluta hennar þar sem keppt er á sögufrægum rallbílum og oft af eldri ökuþórum. Þar höfðu hinn norski Petter Solberg og hin sænska kona hans sigur. Þessi frumlega aðferð þeirra virðist því hafa dugað þeim vel og spurning hvort þetta er ekki margæft heimafyrir. Petter ók gömlum Ford Escort MK2 í keppninni en eiginkonan var í hlutverki leiðsögumanns og vélvirkja af myndinni að dæma. Í aðalkeppninn sænska rallsins, sem að mestu fór fram í snjó, vann Sebastien Ogier á Volkswagen Polo bíl og vann sér í leiðinni inn vænan skammt stiga í heimsmeistarakeppninni í rallakstri (WRC). Annar varð nafni hans Sebastien Loeb á Citroën. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent
Unnu í keppni sögufrægra rallbíla, en Sebastien Ogier vann aðalkeppnina í Svíþjóð. Á myndinni sést hvar hinn goðsagnarkenndi rallökumaður Petter Solberg lyftir bíl sínum á meðan eiginkona hans Pernilla gerir við. Þessi mynd náðist um síðustu helgi í heimsbikarkeppninni í rallakstri í Svíþjóð, þ.e. þeim hluta hennar þar sem keppt er á sögufrægum rallbílum og oft af eldri ökuþórum. Þar höfðu hinn norski Petter Solberg og hin sænska kona hans sigur. Þessi frumlega aðferð þeirra virðist því hafa dugað þeim vel og spurning hvort þetta er ekki margæft heimafyrir. Petter ók gömlum Ford Escort MK2 í keppninni en eiginkonan var í hlutverki leiðsögumanns og vélvirkja af myndinni að dæma. Í aðalkeppninn sænska rallsins, sem að mestu fór fram í snjó, vann Sebastien Ogier á Volkswagen Polo bíl og vann sér í leiðinni inn vænan skammt stiga í heimsmeistarakeppninni í rallakstri (WRC). Annar varð nafni hans Sebastien Loeb á Citroën.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent