Sport

Ætla að reyna að bæta ímynd MMA-íþróttarinnar á nýjum vef

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gunnar Nelson verður í sviðsljósinu í Wembley Arena um helgina þegar hann reynir sig á móti Jorge Santiago í UFC-bardaga. Áhugi landsmanna á MMA-íþróttinni, blönduðum bardagaíþróttum, hefur aukist mikið með þáttöku Gunnars og nú hefur verið stofnaður nýr fréttavefur um sportið.

Nýi vefmiðilinn heitir Bardagafregnir.is og er tilgangur hans að auka þekkingu, áhuga og áhorf á MMA-íþróttinni samkvæmt fréttatilkynningu frá þeim sem standa af vefgnum.

„Tilgangurinn er einnig að bæta ímynd íþróttarinnar í hugum almennings en í augum margra eru þetta einungis blóðug götuslagsmál og grimmúðlegt að horfa á en við viljum sýna að svo sé ekki og sýna íþróttamannslegu hliðina á blönduðum bardagaíþróttum. Fjallað er um hinar ýmsu fregnir úr bardagaheiminum frá degi til dags og allskyns fróðlegar greinar um íþróttina," segir í ennfremur fréttatilkynningunni.

Þeir sem standa að vefnum eru: Oscar Lopez (ritstjóri), Trausti Tryggvasson (greinarhöfundur), Pétur Marinó (greinarhöfundur), Brynjar Hafsteinsson (greinarhöfundur), Jón Steinar (greinarhöfundur), Oddur Freyr (greinarhöfundur) og Svavar Már (greinarhöfundur).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×