Handbolti

Ásbjörn og Einar Andri bestir - FH fékk fimm verðlaun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson
Ásbjörn Friðriksson Mynd/Vilhelm
FH-ingarnir Ásbjörn Friðriksson og Einar Andri Einarsson voru valdir bestir í umferðum átta til fjórtán í N1 deild karla í handbolta en verðlaunin voru afhent í dag. Ásbjörn var valinn besti leikmaðurinn en Einar Andri besti þjálfarinn.

FH-ingar fengu alls fimm verðlaun í dag en Haukar og ÍR fengu tvö verðlaun hvort félag. FH vann sex af sjö leikjum sínum í þessum sjö umferðum auk þess að vinna Flugfélags Íslands deildarbikarinn á dögunum.

Ásbjörn Friðriksson ur FH og Jón Þorbjörn Jóhannsson úr Haukum voru þeir einu sem tóku með sér tvö verðlaun en auk þess að vera besti línumaðurinn þótti Jón Þorbjörn einnig vera besti varnarmaðurinn í deildinni. Þetta er annað skiptið í röð sem Jón Þorbjörn er valinn besti varnarmaðurinn.

Auk Ásbjarnar og Einars Daða þá fengu tveir aðrir FH-ingar verðlaun en það voru markvörðurinn Daníel Andrésson og hægri hornamaðurinn Einar Rafn Eiðsson. Þeir voru báðir valdir í úrvalsliðið.

ÍR-ingarnir Sturla Ásgeirsson og Björgvin Hólmgeirsson voru báðir í úrvalsliðinu sem og Framarinn Jóhann Gunnar Einarsson sem var sá eini sem var einnig í úrvalsliðinu fyrir umferðir eitt til sjö.

Verðlaunin fyrir umferðir 8 til 14 í N1 deild karla:

Markvörður: Daníel Andrésson, FH

Vinstra horn: Sturla Ásgeirsson, ÍR

Vinstri skytta: Björgvin Hólmgeirsson, ÍR

Miðja: Ásbjörn Friðriksson, FH

Hægri skytta: Jóhann Gunnar Einarsson, Fram

Hægra horn: Einar Rafn Eiðsson, FH

Lína: Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar

Besti varnarmaður: Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar

Besti leikmaður: Ásbjörn Friðriksson, FH

Besti þjálfari: Einar Andri Einarsson, FH

Besta umgjörð: Akureyri

Besta dómaraparið: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×