Sport

Jón Margeir í sérklassa í Svíþjóð - vann sjö gull

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Margeir Sverrisson vakti miklla aðdáun á mótinu.
Jón Margeir Sverrisson vakti miklla aðdáun á mótinu. Mynd/Fésbókarsíða Jóns Margeirs
Á heimasíðu sænska sambandsins fyrir íþróttir fatlaðra þá fær íslenski sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson mikið hrós fyrir frammistöðu sína á opna Malmö-sundmótinu sem fram fór um helgina. Í frétt um mótið er talað um á íslenski gullverðlaunahafinn frá ÓL í London hafi verið í sérklassa á mótinu.

Jón Margeir setti Íslandsmet í 50 metra skriðsundi á mótinu en hann er sagður hafa sett á svið sýningu í hverju sundi og þeir sem þekkja til okkar manns geta vel séð hann fyrir sér heilla áhorfendur upp úr skónum. Nýtt Íslandmet Jóns Margeirs í 50 metra skriðsundinu var 25,43 sekúndur.

Jón Margeir vann bæði sinn flokk á mótinu sem og báða opnu flokkanna og þá átti hann mikið í því að Ösp vann liðskeppnina. Jón Margeir vann alls sjö gull í einstaklingsgreinunum og þá vann hann silfur og brons í boðsundunum.

Karen Axelsdóttir stóð sig líka mjög vel og setti tvö Íslandsmet í 50 metra skriðsundi og í 50 metra baksundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×