Jepplingur af stærri gerðinni 12. febrúar 2013 09:01 Voldugur af jepplingi að vera Afar rúmgóður jepplingur með öfluga dísilvél sem hendir bílnum áfram. Reynsluakstur - Kia Sorento Einn af stærri jepplingum sem bjóðast hér á landi er Kia Sorento. Sorento hefur selst vel hér á landi undanfarin ár og 115 ný eintök komu á götuna í fyrra og 94 árið 2011. Í fyrra var því einn af hverjum 69 nýju bílum sem komu á götuna af gerðinni Kia Sorento. Kia Sorento á systurbíl í Hyndai Santa Fe og deila þeir fleiru en vélbúnaði. Nýjasta árgerð Sorento er talsvert breytt frá fyrri gerð og munar vel um þær breytingar. Þessi breyting telst þó ekki til nýrrar kynslóðar bílsins, en hann kom fyrst með þessu útliti af 2010 árgerð. Bíllinn fær nú algerlega nýjan og betri undirvagn, en dulitlar útlitsbreytingar hafa einnig orðið á honum sem og jákvæðar breytingar í innanrými. Að utan munar mestu á fram- og afturenda bílsins og hann hefur nú fengið lóðrétt þokuljós sem setja nokkuð nýjan svip á laglegan bílinn.Léttari, stífari og betri Kia Sorento var bæði prófaður í nágrenni Barcelona sem og við erfiðari vetraraðstæður hérlendis. Sorento hefur fengið alveg nýja fjöðrun sem gert hefur hann að mun betri akstursbíl. Í hann er nú notað mun meira hástyrktarstál en áður sem gert hefur hann bæði léttari og stífari. Sorento er þó áfram jepplingur af stærri gerðinni og fyrir þyngd hans og stærð finnst og allar hreyfingar hans minna ennþá meira á jeppa en fólksbíl. Á móti kemur að hann er einstaklega rúmur og mikill bíll sem tekur marga farþega og mikinn farangur. Engin breyting hefur orðið á vélinni sem í boði er, hún er áfram 2,2 lítra dísilvél, 197 hestafla og togar 422 Nm. Sorento er aðeins í boði hér á landi með þessari vél, enda lítil ástæða til annars. Í fyrsta lagi er þetta afar góð vél og öflug og hún er sparneytin að auki og eyðir aðeins 6,7 lítrum í blönduðum akstri. Með henni er þessi tæplega 1.900 kg jepplingur 10,7 sekúndur í hundraðið og einhvernveginn skortir hann aldrei afl. Fyrir vikið verður Sorento ári skemmtilegur bíll að leika sér á ef sá gállinn er á manni. Hann á þó nokkuð mikið í land að jafna akstursánægju úrvalsjeppa eins og Porsche Cayenne eða BMW X5, en hafa verður í huga að þar er um að ræða helmingi dýrari bíla og því er sá samanburður allt að því ósanngjarn. Margir aðrir jepplingar sem bjóðast eru með mun aflminni vélar svo það verður að teljast með einum stærsta kosti Sorento hversu öflugur hann er. Með þessa sterku vél getur hann að auki tekið í tog tveggja tonna aftanívagn. Það eykur sannarlega notagildi hans. Sorento er með 6 gíra sjálfskiptingu sem vinnur vinnuna sína rétt, lítið finnst fyrir skiptingum hennar og hún skilar aflinu fumlaust til allra hjólanna.Stærri en flestir jepplingar Að innan hefur Sorento í sjálfu sér lítið breyst. Mælaborðið er eins og gera má ráð fyrir, hvorki augnakonfekt né neitt til að særa augað og enn ber á notkun á ódýrara plasti þó svo sveigurinn fyrir framan stýri sé úr mýkra efni með stöguðum saumi. Sætin í bílnum eru öll ágæt og rýmið fyrir aftursætisfarþega er með því besta og höfuðrými dugar hálfgerðum risum. Ef Sorento er keyptur í Luxury eða Premium útfærslu er hann með falleg leðursæti. Reynsluaksturbíllinn var í Luxury útfærslu með ljósa leðurinnréttingu og þannig útbúinn er hann glettilega laglegur að innan. Sorento má fá í þremur misdýrum útfærslum, Classic, Luxury og Premium. Sá ódýrasti er með tausæti, en ágætan staðalbúnað og kostar 7.760.777 kr. Bæta þarf við ríflega sex hundruð þúsundum uppí Luxury bílinn og er hann þá með rafstýrð leðursæti, bakkmyndavél, LCD mælaborð, LED ljós, regnskynjara og fleira að auki. Dýrasta Premium útfærslan krefst þó milljón ofan á það. Þá fylgir Panorama glerþak, 18 tommu álfelgur, hiti í stýri, þriðja sætisröðin, kæling í framsætum, lyklalaust aðgengi, sjálfvirkt bílastæðakerfi og leiðsögukerfi með Íslandskorti og 7 tommu upplýsingaskjár. Þessum nýja Sorento hefur farið mikið fram hvað hljóðeinangrun snertir sem færir hann nær lúxusbílum. Kia Sorento er sem fyrr bíll þar sem kaupandinn fær heilmikið fyrir peninginn, ágætlega smíðaður og honum fylgir 7 ára ábyrgð ef eitthvað skildi nú klikka. Hann er mjög stór af jepplingi að vera, góður ferðabíll en alls ekki óheppilegur í borgarumferðinni með sína penu eyðslu. Gera má ráð fyrir að hann seljist vel áfram hér á landi. Helstu tölur: 2,2 dísilvél – 197 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 175 g/km CO2 Hröðun: 10,7 sek. Hámarkshraði: 190 Km/klst Verð: frá 7.760.777 kr. Umboð: Askja Kostir: Mikið rými, Afl vélar, 7 ára ábyrgðGallar: Finnst fyrir þyngdinni, Efnisnotkun í innréttinguInnanrými Kia Sorento Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent
Afar rúmgóður jepplingur með öfluga dísilvél sem hendir bílnum áfram. Reynsluakstur - Kia Sorento Einn af stærri jepplingum sem bjóðast hér á landi er Kia Sorento. Sorento hefur selst vel hér á landi undanfarin ár og 115 ný eintök komu á götuna í fyrra og 94 árið 2011. Í fyrra var því einn af hverjum 69 nýju bílum sem komu á götuna af gerðinni Kia Sorento. Kia Sorento á systurbíl í Hyndai Santa Fe og deila þeir fleiru en vélbúnaði. Nýjasta árgerð Sorento er talsvert breytt frá fyrri gerð og munar vel um þær breytingar. Þessi breyting telst þó ekki til nýrrar kynslóðar bílsins, en hann kom fyrst með þessu útliti af 2010 árgerð. Bíllinn fær nú algerlega nýjan og betri undirvagn, en dulitlar útlitsbreytingar hafa einnig orðið á honum sem og jákvæðar breytingar í innanrými. Að utan munar mestu á fram- og afturenda bílsins og hann hefur nú fengið lóðrétt þokuljós sem setja nokkuð nýjan svip á laglegan bílinn.Léttari, stífari og betri Kia Sorento var bæði prófaður í nágrenni Barcelona sem og við erfiðari vetraraðstæður hérlendis. Sorento hefur fengið alveg nýja fjöðrun sem gert hefur hann að mun betri akstursbíl. Í hann er nú notað mun meira hástyrktarstál en áður sem gert hefur hann bæði léttari og stífari. Sorento er þó áfram jepplingur af stærri gerðinni og fyrir þyngd hans og stærð finnst og allar hreyfingar hans minna ennþá meira á jeppa en fólksbíl. Á móti kemur að hann er einstaklega rúmur og mikill bíll sem tekur marga farþega og mikinn farangur. Engin breyting hefur orðið á vélinni sem í boði er, hún er áfram 2,2 lítra dísilvél, 197 hestafla og togar 422 Nm. Sorento er aðeins í boði hér á landi með þessari vél, enda lítil ástæða til annars. Í fyrsta lagi er þetta afar góð vél og öflug og hún er sparneytin að auki og eyðir aðeins 6,7 lítrum í blönduðum akstri. Með henni er þessi tæplega 1.900 kg jepplingur 10,7 sekúndur í hundraðið og einhvernveginn skortir hann aldrei afl. Fyrir vikið verður Sorento ári skemmtilegur bíll að leika sér á ef sá gállinn er á manni. Hann á þó nokkuð mikið í land að jafna akstursánægju úrvalsjeppa eins og Porsche Cayenne eða BMW X5, en hafa verður í huga að þar er um að ræða helmingi dýrari bíla og því er sá samanburður allt að því ósanngjarn. Margir aðrir jepplingar sem bjóðast eru með mun aflminni vélar svo það verður að teljast með einum stærsta kosti Sorento hversu öflugur hann er. Með þessa sterku vél getur hann að auki tekið í tog tveggja tonna aftanívagn. Það eykur sannarlega notagildi hans. Sorento er með 6 gíra sjálfskiptingu sem vinnur vinnuna sína rétt, lítið finnst fyrir skiptingum hennar og hún skilar aflinu fumlaust til allra hjólanna.Stærri en flestir jepplingar Að innan hefur Sorento í sjálfu sér lítið breyst. Mælaborðið er eins og gera má ráð fyrir, hvorki augnakonfekt né neitt til að særa augað og enn ber á notkun á ódýrara plasti þó svo sveigurinn fyrir framan stýri sé úr mýkra efni með stöguðum saumi. Sætin í bílnum eru öll ágæt og rýmið fyrir aftursætisfarþega er með því besta og höfuðrými dugar hálfgerðum risum. Ef Sorento er keyptur í Luxury eða Premium útfærslu er hann með falleg leðursæti. Reynsluaksturbíllinn var í Luxury útfærslu með ljósa leðurinnréttingu og þannig útbúinn er hann glettilega laglegur að innan. Sorento má fá í þremur misdýrum útfærslum, Classic, Luxury og Premium. Sá ódýrasti er með tausæti, en ágætan staðalbúnað og kostar 7.760.777 kr. Bæta þarf við ríflega sex hundruð þúsundum uppí Luxury bílinn og er hann þá með rafstýrð leðursæti, bakkmyndavél, LCD mælaborð, LED ljós, regnskynjara og fleira að auki. Dýrasta Premium útfærslan krefst þó milljón ofan á það. Þá fylgir Panorama glerþak, 18 tommu álfelgur, hiti í stýri, þriðja sætisröðin, kæling í framsætum, lyklalaust aðgengi, sjálfvirkt bílastæðakerfi og leiðsögukerfi með Íslandskorti og 7 tommu upplýsingaskjár. Þessum nýja Sorento hefur farið mikið fram hvað hljóðeinangrun snertir sem færir hann nær lúxusbílum. Kia Sorento er sem fyrr bíll þar sem kaupandinn fær heilmikið fyrir peninginn, ágætlega smíðaður og honum fylgir 7 ára ábyrgð ef eitthvað skildi nú klikka. Hann er mjög stór af jepplingi að vera, góður ferðabíll en alls ekki óheppilegur í borgarumferðinni með sína penu eyðslu. Gera má ráð fyrir að hann seljist vel áfram hér á landi. Helstu tölur: 2,2 dísilvél – 197 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 175 g/km CO2 Hröðun: 10,7 sek. Hámarkshraði: 190 Km/klst Verð: frá 7.760.777 kr. Umboð: Askja Kostir: Mikið rými, Afl vélar, 7 ára ábyrgðGallar: Finnst fyrir þyngdinni, Efnisnotkun í innréttinguInnanrými Kia Sorento
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent