Bestu tenniskappar heims, Novak Djokovic og Roger Federer, eru báðir komnir í átta manna úrslit á Dubai-meistaramótinu.
Djokovic er búinn að vinna 15 leiki í röð en hann vann sannfærandi sigur, 6-1 og 7-6, á Spánverjanum Roberto Bautista-Agut.
"Ég spilaði vel í klukkutíma en svo slakaði ég of mikið á. Þetta hafðist samt," sagði Serbinn eftir leikinn.
Federer var einnig í fínu formi er hann kláraði Marcel Granollers, 6-3 og 6-4.
"Ég hef allan minn feril reynt að vera ákveðnari í minni spilamennsku. Þetta var betra en síðasti leikur og er á réttri leið," sagði Federer.
Auðvelt hjá Djokovic og Federer

Mest lesið

Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn

Hvergerðingar í úrslit umspilsins
Körfubolti





Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða
Enski boltinn


