Aston Martin Shooting Brake í Genf Finnur Thorlacius skrifar 25. febrúar 2013 15:45 Er sérstaklega langur og óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþega. Margir virðast ætla að elta Mercedes Benz með Shooting Brake bílinn og Porsche með fjögurra sæta lúxusfjölskyldubílinn Panamera. Hefur nú Aston Martin bæst í þann hóp. Bíllinn sá hefur fengið nafnið Aston Martin Rapide Shooting Brake og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf sem byrjar í næsta mánuði. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Aston Martin kemur fram með svona bíl því fyrirtækið kynnti árið 2004 svokallaðan 2+2 bíl sem byggður var á Aston Martin Vanquish. Nýi bíllinn verður með V12 vél sem skilar 470 hestöflum. Innréttingin er sérlega falleg í bílnum með tvítóna leðri. Bíllinn er að sjálfsögðu óvenju langur, en einnig óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþegana. Einnig er skottið tiltölulega stórt. Bíllinn verður sýndur við hlið Aston Martin Rapide S í Genf.Hrikalega flott innrétting með tvítóna leðri Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Er sérstaklega langur og óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþega. Margir virðast ætla að elta Mercedes Benz með Shooting Brake bílinn og Porsche með fjögurra sæta lúxusfjölskyldubílinn Panamera. Hefur nú Aston Martin bæst í þann hóp. Bíllinn sá hefur fengið nafnið Aston Martin Rapide Shooting Brake og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf sem byrjar í næsta mánuði. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Aston Martin kemur fram með svona bíl því fyrirtækið kynnti árið 2004 svokallaðan 2+2 bíl sem byggður var á Aston Martin Vanquish. Nýi bíllinn verður með V12 vél sem skilar 470 hestöflum. Innréttingin er sérlega falleg í bílnum með tvítóna leðri. Bíllinn er að sjálfsögðu óvenju langur, en einnig óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþegana. Einnig er skottið tiltölulega stórt. Bíllinn verður sýndur við hlið Aston Martin Rapide S í Genf.Hrikalega flott innrétting með tvítóna leðri
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent