Tólf ára í bílaeltingaleik 22. febrúar 2013 12:15 Ók 80 kílómetra á öðru hundraðinu uns lögregla náði að hefta för hennar. Eftir mikið rifrildi og ósætti við föður sinn greip 12 ára stúlka frá S-Karólínu í Bandaríkjunum til þess ráðs að stela pallbíl í nágrenni heimilis síns og aka honum 80 kílómetra vegalengd. Meiningin var að aka til heimilis ættmenna stúlkunnar, en það tókst ekki alveg. Lögreglan veitti henni fljótlega eftirtekt og taldi að þar færi ökumaður undir áhrifum áfengis, en þeim brá hressilega í brún þegar hið rétta kom í ljós. Við stýrið var 12 ára barn sem klakklaust tókst að komast þessa vegalengd án þess að valda slysi og það stundum á 70 mílna hraða eða 112 km/klst. Á endanum náðu lögreglumenn á fjölmörgum bílum að umkringja bíl stúlkunnar og stöðva för hennar. Stúlkan hefur ekki enn verið kærð fyrir athæfið, enda ef til vill erfitt að kæra barn fyrir slíkt. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent
Ók 80 kílómetra á öðru hundraðinu uns lögregla náði að hefta för hennar. Eftir mikið rifrildi og ósætti við föður sinn greip 12 ára stúlka frá S-Karólínu í Bandaríkjunum til þess ráðs að stela pallbíl í nágrenni heimilis síns og aka honum 80 kílómetra vegalengd. Meiningin var að aka til heimilis ættmenna stúlkunnar, en það tókst ekki alveg. Lögreglan veitti henni fljótlega eftirtekt og taldi að þar færi ökumaður undir áhrifum áfengis, en þeim brá hressilega í brún þegar hið rétta kom í ljós. Við stýrið var 12 ára barn sem klakklaust tókst að komast þessa vegalengd án þess að valda slysi og það stundum á 70 mílna hraða eða 112 km/klst. Á endanum náðu lögreglumenn á fjölmörgum bílum að umkringja bíl stúlkunnar og stöðva för hennar. Stúlkan hefur ekki enn verið kærð fyrir athæfið, enda ef til vill erfitt að kæra barn fyrir slíkt.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent