Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 22-25 | Valur bikarmeistari Elvar Geir Magnússon í Laugardalshöll skrifar 10. mars 2013 00:01 Mynd/Daníel Valur varð í dag bikarmeistari kvenna annað árið í röð. Þær unnu þá Fram í stórskemmtilegum leik í Laugardalshöllinni 25-22. Fram var yfir í hálfleik en Valsstúlkur áttu ótrúlega endurkomu í síðari hálfleik og tryggðu sér bikarinn. Þarna voru að keppa tvö bestu lið landsins og virtust Framstúlkur koma ákveðnari til leiks. Þær voru fjórum mörkum yfir í hálfleik. En það má aldrei útiloka hið ótrúlega sigursæla og öfluga liðs Vals. Eftir hálfleiksræðuna fóru þær rauðklæddu að sýna sitt rétta andlit. Þær unnu seinni hálfleikinn með sjö mörkum. Spennan var gríðarleg allt til enda en það voru Valskonur sem unnu verðskuldaðan sigur og var Þorgerður Anna Atladóttir valin maður leiksins.Stefán Arnarson: Fram var að rúlla yfir okkur"Í hálfleiknum fórum við bara yfir okkar leik. Settumst niður í rólegheitum og settum aðrar áherslur, færðum leikmenn um stöður og breyttum til í sóknarleiknum. Það gekk upp og við erum gríðarlega ánægð með það," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir leikinn. "Fram var að rúlla yfir okkur í fyrri hálfleik, þær voru bara miklu betri. En það sýndi styrk okkar liðs að koma til baka. Það getur lent í áföllum en unnið samt. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði. Það leggja sig allir 100% fram." En hvernig fannst Stefáni þessi tilraun HSÍ heppnast að vera með svona úrslitahelgi? "Mér fannst það heppnast mjög vel. Ég var reyndar alveg sáttur við gamla fyrirkomulagið en þetta er flott. Ég efast ekki um að HSÍ muni gera þetta ennþá betra."Guðný Jenný: Fann að við vorum að fara að klára þetta "Þetta er algjör himnasæla," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir leikinn. "Við vorum ekki nægilega góðar í fyrri hálfleik, Fram spilaði vörnina framarlega og við virtumst ekki vera undir þetta búnar. Við vorum staðar í sókninni og þetta leit ekki nægilega vel út. En í seinni hálfleik lagaðist þetta. Við fórum að vinna boltann oftar og náðum að leysa sóknirnar okkar betur. Meðbyrinn var með okkur og maður fann það bara að við værum að fara að klára þetta. "Halldór Jóhann: Mjög svekktur Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, var skiljanlega svekktur eftir leik. "Það er alltaf erfitt að tapa bikarúrslitum og maður er mjög svekktur en við eigum eftir að skoða þennan leik ítarlega í rólegheitum og finna út hvað fór úrskeiðis," sagði Halldór. "Það vantaði ákefð í liðið í byrjun seinni hálfleiks og Valur kemst á bragðið.Við vorum með tökin en héldum ekki áfram því sem við vorum að gera og þá datt þetta niður." Halldór segir að reynsla Valsliðsins hafi komið bersýnilega í ljós eftir hálfleikinn. Olís-deild kvenna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Valur varð í dag bikarmeistari kvenna annað árið í röð. Þær unnu þá Fram í stórskemmtilegum leik í Laugardalshöllinni 25-22. Fram var yfir í hálfleik en Valsstúlkur áttu ótrúlega endurkomu í síðari hálfleik og tryggðu sér bikarinn. Þarna voru að keppa tvö bestu lið landsins og virtust Framstúlkur koma ákveðnari til leiks. Þær voru fjórum mörkum yfir í hálfleik. En það má aldrei útiloka hið ótrúlega sigursæla og öfluga liðs Vals. Eftir hálfleiksræðuna fóru þær rauðklæddu að sýna sitt rétta andlit. Þær unnu seinni hálfleikinn með sjö mörkum. Spennan var gríðarleg allt til enda en það voru Valskonur sem unnu verðskuldaðan sigur og var Þorgerður Anna Atladóttir valin maður leiksins.Stefán Arnarson: Fram var að rúlla yfir okkur"Í hálfleiknum fórum við bara yfir okkar leik. Settumst niður í rólegheitum og settum aðrar áherslur, færðum leikmenn um stöður og breyttum til í sóknarleiknum. Það gekk upp og við erum gríðarlega ánægð með það," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir leikinn. "Fram var að rúlla yfir okkur í fyrri hálfleik, þær voru bara miklu betri. En það sýndi styrk okkar liðs að koma til baka. Það getur lent í áföllum en unnið samt. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði. Það leggja sig allir 100% fram." En hvernig fannst Stefáni þessi tilraun HSÍ heppnast að vera með svona úrslitahelgi? "Mér fannst það heppnast mjög vel. Ég var reyndar alveg sáttur við gamla fyrirkomulagið en þetta er flott. Ég efast ekki um að HSÍ muni gera þetta ennþá betra."Guðný Jenný: Fann að við vorum að fara að klára þetta "Þetta er algjör himnasæla," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir leikinn. "Við vorum ekki nægilega góðar í fyrri hálfleik, Fram spilaði vörnina framarlega og við virtumst ekki vera undir þetta búnar. Við vorum staðar í sókninni og þetta leit ekki nægilega vel út. En í seinni hálfleik lagaðist þetta. Við fórum að vinna boltann oftar og náðum að leysa sóknirnar okkar betur. Meðbyrinn var með okkur og maður fann það bara að við værum að fara að klára þetta. "Halldór Jóhann: Mjög svekktur Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, var skiljanlega svekktur eftir leik. "Það er alltaf erfitt að tapa bikarúrslitum og maður er mjög svekktur en við eigum eftir að skoða þennan leik ítarlega í rólegheitum og finna út hvað fór úrskeiðis," sagði Halldór. "Það vantaði ákefð í liðið í byrjun seinni hálfleiks og Valur kemst á bragðið.Við vorum með tökin en héldum ekki áfram því sem við vorum að gera og þá datt þetta niður." Halldór segir að reynsla Valsliðsins hafi komið bersýnilega í ljós eftir hálfleikinn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira