Sendibíll ársins - Ford Transit Custom 9. mars 2013 11:30 Eyðir aðeins 6,7 lítrum í blönduðum akstri.Þessa dagana frumsýnir Brimborg nýjan sendibíl, Ford Transit Custom. Bíllinn var valinn sendibíll ársins 2013. þ.e. verðlaunin International Van of the Year 2013. Hann er jafnframt fyrsti og eini sendibíllinn í sínum flokki sem hefur hlotið fullt hús stjarna í öryggis- og árekstrarprófunum Euro NCAP. Bíllinn hefur hlotið lof gagnrýnenda og hampað fyrir góða aksturseiginleika. Hleðslurýmið er stærra en það lítur út fyrir að vera að utan. Hægt er að flytja allt að 3 Euro pallettur og hólf undir framsæti felur 93 lítra viðbótarrými og veitir m.a. möguleikann á að flytja 3 metra langa hluti, t.d. rör. Gólfið er klætt slitsterku efni sem auðvelt að þrífa. Hægt er að fá niðurfellanlega þakboga á Transit Custom sem þola allt að 130 kílóa burð. Þegar þeir eru ekki í notkun er hægt að fella þá niður í toppinn til að minnka loftmótstöðu sem minnkar bæði eyðslu og kemur í veg fyrir vindgnauð. Sniðugur kostur þar. Vélar Transit Custom nýta sér ECOnetic tækni Ford og eru þær því sparneytnar og umhverfisvænar. Sex gíra gírkassi er í öllum gerðum sem og Start-Stop búnaður sem minnkar eyðslu. Nýjustu rannsóknir Ford sýna að Auto Start-Stop getur minnkað eldsneytisnotkun og CO2 losun um 10% í þungri umferð með tíðum stoppum, og um allt að 5% við breytileg akstursskilyrði. Til að minnka eyðslu enn frekar fær ökumaður merki um hvenær sé best að skipta um gír. Durateq TDCi dísilvélin er hagkvæm en hún eyðir 6,7 l/100 í blönduðum akstri, 7,3 l/100km í innanbæjarakstri og CO2 losun er 178 g/km. Transit Custom er búinn Ford Easy Fuel búnaðinum sem kemur í veg fyrir að hægt sé að setja rangt eldsneyti á bílinn. Lokið yfir áfyllinguna læsist með bílnum. Transit Custom hefur fengið mjög góðar móttökur hjá bílagagnrýnendum og hefur fengið lof fyrir akstureiginleika á við fólksbíl. Bílavefurinn AutoExpress.co.uk sagði meðal annars „Refined and car-like to drive, this is the biggest, most efficient and best Ford Transit to date" sem gæti útleggst á íslensku sem „Fágaður bíll sem hefur aksturseiginleika fólksbíls. Þetta er stærsti, skilvirkasti og besti Ford Transit sem hefur verið framleiddur". Ökumanns- og farþegarýmið er þægilegt og vel hugsað um alla farþega. Stýrið er fjölstillanlegt og allir takkar innan seilingar. Allt efni í innréttingum er ofnæmisprófað af TÜV stofnuninni. Transit Custom fæst í tveimur lengdum, L1 þar sem lengd hleðslurýmis er 2550 mm og L2 þar sem lengdin er 2922 mm. Þessir bílar eru síðan í boði í tveimur útfærslum: Ambiente og Trend. Meðal staðalbúnaðar í Custom Ambiente er olíumiðstöð með tímaliða (alltaf heitur að morgni), upphituð framrúða, rafdrifnir og upphitanlegir útispeglar með innbyggðum stefnuljósum, 15" stálfelgur, Ford hljómkerfi með 3,5" skjá, Auto Stop-Start með aksturstölvu, rafdrifnar rúður, tvöfalt farþegasæti, fjórir líknarbelgir og klæðning í gólfi hleðslurýmis. Custom Trend hefur þenna búnað umfram Ambiente: Loftkæling, hraðastillir, Ford SYNC samskiptakerfi við hljómtæki og síma og sjálfvirkri neyðarhringingu, þokuljós að framan, samlitur stuðari og grill að framan, klæðning í hleðslurými í hálfa hæð, tveir fjarstýrðir lyklar, leðurklætt stýri og gírstöng og heilkoppar. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent
Eyðir aðeins 6,7 lítrum í blönduðum akstri.Þessa dagana frumsýnir Brimborg nýjan sendibíl, Ford Transit Custom. Bíllinn var valinn sendibíll ársins 2013. þ.e. verðlaunin International Van of the Year 2013. Hann er jafnframt fyrsti og eini sendibíllinn í sínum flokki sem hefur hlotið fullt hús stjarna í öryggis- og árekstrarprófunum Euro NCAP. Bíllinn hefur hlotið lof gagnrýnenda og hampað fyrir góða aksturseiginleika. Hleðslurýmið er stærra en það lítur út fyrir að vera að utan. Hægt er að flytja allt að 3 Euro pallettur og hólf undir framsæti felur 93 lítra viðbótarrými og veitir m.a. möguleikann á að flytja 3 metra langa hluti, t.d. rör. Gólfið er klætt slitsterku efni sem auðvelt að þrífa. Hægt er að fá niðurfellanlega þakboga á Transit Custom sem þola allt að 130 kílóa burð. Þegar þeir eru ekki í notkun er hægt að fella þá niður í toppinn til að minnka loftmótstöðu sem minnkar bæði eyðslu og kemur í veg fyrir vindgnauð. Sniðugur kostur þar. Vélar Transit Custom nýta sér ECOnetic tækni Ford og eru þær því sparneytnar og umhverfisvænar. Sex gíra gírkassi er í öllum gerðum sem og Start-Stop búnaður sem minnkar eyðslu. Nýjustu rannsóknir Ford sýna að Auto Start-Stop getur minnkað eldsneytisnotkun og CO2 losun um 10% í þungri umferð með tíðum stoppum, og um allt að 5% við breytileg akstursskilyrði. Til að minnka eyðslu enn frekar fær ökumaður merki um hvenær sé best að skipta um gír. Durateq TDCi dísilvélin er hagkvæm en hún eyðir 6,7 l/100 í blönduðum akstri, 7,3 l/100km í innanbæjarakstri og CO2 losun er 178 g/km. Transit Custom er búinn Ford Easy Fuel búnaðinum sem kemur í veg fyrir að hægt sé að setja rangt eldsneyti á bílinn. Lokið yfir áfyllinguna læsist með bílnum. Transit Custom hefur fengið mjög góðar móttökur hjá bílagagnrýnendum og hefur fengið lof fyrir akstureiginleika á við fólksbíl. Bílavefurinn AutoExpress.co.uk sagði meðal annars „Refined and car-like to drive, this is the biggest, most efficient and best Ford Transit to date" sem gæti útleggst á íslensku sem „Fágaður bíll sem hefur aksturseiginleika fólksbíls. Þetta er stærsti, skilvirkasti og besti Ford Transit sem hefur verið framleiddur". Ökumanns- og farþegarýmið er þægilegt og vel hugsað um alla farþega. Stýrið er fjölstillanlegt og allir takkar innan seilingar. Allt efni í innréttingum er ofnæmisprófað af TÜV stofnuninni. Transit Custom fæst í tveimur lengdum, L1 þar sem lengd hleðslurýmis er 2550 mm og L2 þar sem lengdin er 2922 mm. Þessir bílar eru síðan í boði í tveimur útfærslum: Ambiente og Trend. Meðal staðalbúnaðar í Custom Ambiente er olíumiðstöð með tímaliða (alltaf heitur að morgni), upphituð framrúða, rafdrifnir og upphitanlegir útispeglar með innbyggðum stefnuljósum, 15" stálfelgur, Ford hljómkerfi með 3,5" skjá, Auto Stop-Start með aksturstölvu, rafdrifnar rúður, tvöfalt farþegasæti, fjórir líknarbelgir og klæðning í gólfi hleðslurýmis. Custom Trend hefur þenna búnað umfram Ambiente: Loftkæling, hraðastillir, Ford SYNC samskiptakerfi við hljómtæki og síma og sjálfvirkri neyðarhringingu, þokuljós að framan, samlitur stuðari og grill að framan, klæðning í hleðslurými í hálfa hæð, tveir fjarstýrðir lyklar, leðurklætt stýri og gírstöng og heilkoppar.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent