Gerbreyttur Suzuki SX4 Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2013 08:45 Með stærstu opnun á glerþaki sem sést hefur í bíl.Litli jepplingurinn Suzuki SX4 sem selst hefur ágætlega hér á landi kemur brátt af nýrri og gerbreyttri kynslóð því Suzuki kynnti nýja bílinn á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Suzuki SX4 hefur ávallt verið meðal ódýrustu fjórhjóladrifsbílum sem fást og í Bandaríkjunum er hann sá ódýrasti. Vélarnar sem koma til með að bjóðast í nýja bílnum eru 1,6 l. bensínvél og dísilvél með sama sprengirými. Skiptingar verða annaðhvort 6 gíra beinskipting eða CVT sjálfskipting með 7 gíra beinskiptimöguleika. Hægt verður að stilla fjórhjóladrifið á 4 mismunandi vegu eftir undirlagi. Bíllinn er með glerþaki sem Suzuki segir að sé með stærstu mögulegu opnun allra bíla, en til þess þarf að opna glerþakið á tvo vegu. Það var sannarlega kominn tíma á nýja kynslóð Suzuki SX4, en hann hafði dregist aðeins aftur úr hvað hönnun og búnað varðar. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hversu duglegur Suzuki SX4 er í snjó. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Með stærstu opnun á glerþaki sem sést hefur í bíl.Litli jepplingurinn Suzuki SX4 sem selst hefur ágætlega hér á landi kemur brátt af nýrri og gerbreyttri kynslóð því Suzuki kynnti nýja bílinn á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Suzuki SX4 hefur ávallt verið meðal ódýrustu fjórhjóladrifsbílum sem fást og í Bandaríkjunum er hann sá ódýrasti. Vélarnar sem koma til með að bjóðast í nýja bílnum eru 1,6 l. bensínvél og dísilvél með sama sprengirými. Skiptingar verða annaðhvort 6 gíra beinskipting eða CVT sjálfskipting með 7 gíra beinskiptimöguleika. Hægt verður að stilla fjórhjóladrifið á 4 mismunandi vegu eftir undirlagi. Bíllinn er með glerþaki sem Suzuki segir að sé með stærstu mögulegu opnun allra bíla, en til þess þarf að opna glerþakið á tvo vegu. Það var sannarlega kominn tíma á nýja kynslóð Suzuki SX4, en hann hafði dregist aðeins aftur úr hvað hönnun og búnað varðar. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hversu duglegur Suzuki SX4 er í snjó.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent