Innrásin frá Kína hefst með Qoros Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2013 14:00 Stjórnendur Qoros koma frá BMW, General Motors, Jaguar/Land Rover, Saab og Volvo. Kínversk bílafyrirtæki bíða þess með óþreyju að hefja innflutning til Evrópu og Bandaríkjanna. Eitt þeirra virðist þó komið einna lengst í þeim áformum, þrátt fyrir ungan aldur. Það er Qoros, sem aðeins er 6 ára gamalt fyrirtæki. Qoros sýnir þrjár útfærslur Qoros 3 bíls síns á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Qoros áformar að hefja sölu á þessum bíl í Evrópu í byrjun næsta árs. Bílar Qoros virðist að sögn erlendra bílablaðamanna vera hin ágætasta smíði og innanrými þeirra minnir á Volkswagen bíla og er þar ekki leiðum að líkjast. Qoros státar sig mjög af uppruna stjórnenda fyrirtækisins, en þeir komu frá BMW, General Motors, Jaguar/Land Rover, Saab og Volvo og benda á að þeir þekki vel til þess hvað þarf að uppfylla til að geta boðið bíla í hinum vestræna heimi. Qoros 3 verður með 1,6 l. bensínvél með forþjöppu tengda við annaðhvort beiskiptingu eða tveggja kúplinga sjálfskiptingu. Auk hefðbundins sedan bíls á sýningunni er önnur útfærsla Qoros 3 á sýningunni tvinnbíll og sú þriðja langbaksgerð hans. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Stjórnendur Qoros koma frá BMW, General Motors, Jaguar/Land Rover, Saab og Volvo. Kínversk bílafyrirtæki bíða þess með óþreyju að hefja innflutning til Evrópu og Bandaríkjanna. Eitt þeirra virðist þó komið einna lengst í þeim áformum, þrátt fyrir ungan aldur. Það er Qoros, sem aðeins er 6 ára gamalt fyrirtæki. Qoros sýnir þrjár útfærslur Qoros 3 bíls síns á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Qoros áformar að hefja sölu á þessum bíl í Evrópu í byrjun næsta árs. Bílar Qoros virðist að sögn erlendra bílablaðamanna vera hin ágætasta smíði og innanrými þeirra minnir á Volkswagen bíla og er þar ekki leiðum að líkjast. Qoros státar sig mjög af uppruna stjórnenda fyrirtækisins, en þeir komu frá BMW, General Motors, Jaguar/Land Rover, Saab og Volvo og benda á að þeir þekki vel til þess hvað þarf að uppfylla til að geta boðið bíla í hinum vestræna heimi. Qoros 3 verður með 1,6 l. bensínvél með forþjöppu tengda við annaðhvort beiskiptingu eða tveggja kúplinga sjálfskiptingu. Auk hefðbundins sedan bíls á sýningunni er önnur útfærsla Qoros 3 á sýningunni tvinnbíll og sú þriðja langbaksgerð hans.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent