Volkswagen Golf bíll ársins í Evrópu 2013 Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 22:57 Bíll ársins í Evrópu - Volkswagen Golf Fékk 414 stig í fyrsta sæti og Toyota GT-86 hlaut 202 í annað sæti. Tilkynnt var á bílasýningunni í Genf í dag, sem opnar reyndar formlega á morgun, að Volkswagen Golf hafi verið kosinn Bíll ársins í Evrópu fyrir árið 2013. Golf fékk yfirburðakosningu og hlaut 414 stig, en í öðru sæti varð Toyota GT-86/Subaru BRZ með 202 stig og Volvo V40 í þriðja sæti með 189 stig. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Volkswagen Golf hlýtur þennan titil, en það gerðist einnig árið 1992 og var bíllinn þá af þriðju kynslóð. Nú er hann nýkominn á markað af sjöundu kynslóð. Dómnefndin sagði að Golf hefði hlotið titilinn að þessu sinni vegna óumdeildra gæða hvert sem litið er, til öryggismála, sparneytni, aksturseiginleika og þæginda. Með honum hafi tekist að varðveita fyrri ímynd hans þrátt fyrir að um algerlega nýjan bíl sé að ræða. Volkswagen hafi að auki tekist að stórlétta bílinn, eiginleikum hans og sparneytni til framdráttar. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent
Fékk 414 stig í fyrsta sæti og Toyota GT-86 hlaut 202 í annað sæti. Tilkynnt var á bílasýningunni í Genf í dag, sem opnar reyndar formlega á morgun, að Volkswagen Golf hafi verið kosinn Bíll ársins í Evrópu fyrir árið 2013. Golf fékk yfirburðakosningu og hlaut 414 stig, en í öðru sæti varð Toyota GT-86/Subaru BRZ með 202 stig og Volvo V40 í þriðja sæti með 189 stig. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Volkswagen Golf hlýtur þennan titil, en það gerðist einnig árið 1992 og var bíllinn þá af þriðju kynslóð. Nú er hann nýkominn á markað af sjöundu kynslóð. Dómnefndin sagði að Golf hefði hlotið titilinn að þessu sinni vegna óumdeildra gæða hvert sem litið er, til öryggismála, sparneytni, aksturseiginleika og þæginda. Með honum hafi tekist að varðveita fyrri ímynd hans þrátt fyrir að um algerlega nýjan bíl sé að ræða. Volkswagen hafi að auki tekist að stórlétta bílinn, eiginleikum hans og sparneytni til framdráttar.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent