Corolla og Civic slá út Focus og Cruze Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 16:45 Toyota Corolla var söluhæstur í febrúar í Bandaríkjunum í sínum flokki Í fyrra var Civic söluhæstur í þessum stærðarflokki vestanhafs og Focus í öðru sæti. Mjög grannt er fylgst með sölu einstakra tegunda bíla í Bandaríkjunum og birtast tölur mjög fljótlega eftir hver mánaðarmót. Í flokki smærri fjölskyldubíla, sem er mjög söluhár flokkur bíla, var Toyota Corolla söluhæstur í febrúar með 25 þúsund bíla og Honda Civic annar með 23 þúsund. Í fyrra náði Civic fyrsta sætinu með 27 þúsund bíla en Ford Focus var þá í öðru sæti með sölu 23 þúsund bíla. Þriðja og fjórða sætið nú verma Fod Focus og Chevrolet Cruze með 21 og 18 þúsund bíla sölu. Í því fimmta er Hyundai Elantra, svo Volkswagen Golf (sem heitir Jetta þar vestra), þá Mazda 3 og í því áttunda Nissan Sentra.Níunda og tíunda sætið fylla svo Dodge Dart og Subaru Impreza. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent
Í fyrra var Civic söluhæstur í þessum stærðarflokki vestanhafs og Focus í öðru sæti. Mjög grannt er fylgst með sölu einstakra tegunda bíla í Bandaríkjunum og birtast tölur mjög fljótlega eftir hver mánaðarmót. Í flokki smærri fjölskyldubíla, sem er mjög söluhár flokkur bíla, var Toyota Corolla söluhæstur í febrúar með 25 þúsund bíla og Honda Civic annar með 23 þúsund. Í fyrra náði Civic fyrsta sætinu með 27 þúsund bíla en Ford Focus var þá í öðru sæti með sölu 23 þúsund bíla. Þriðja og fjórða sætið nú verma Fod Focus og Chevrolet Cruze með 21 og 18 þúsund bíla sölu. Í því fimmta er Hyundai Elantra, svo Volkswagen Golf (sem heitir Jetta þar vestra), þá Mazda 3 og í því áttunda Nissan Sentra.Níunda og tíunda sætið fylla svo Dodge Dart og Subaru Impreza.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent